4.11.2007 | 19:22
Vinstri hægri snú
Það er dulítið undarlegt að fylgjast með málum Orkustofnunar Reykjavíkur þessa dagana, sem og brölti iðnaðarráðherra. Fyrir nokkrum vikum varð hallarbylting í borgarstjórn og náðu s.k. vinstri menn, meirihluta með aðstoð Björns Inga fulltrúa Framsóknarflokksins í borgarstjórn. Þetta þarf auðvitað ekki að rifja upp. Hins vegar virðist vera þarft, að geta þess, að ástæða þess, að hallarbyltingin varð, var sá hraði, sem þáverandi borgarstjóri og fyrr nefndur Björn Ingi höfðu á málum, þegar sameina skyldi dótturfyrirtæki Orkuveitunar og einkafyrirtæki í orkuviðskiptum og meðfylgjandi pukur.
Nú bregður hins vegar svo undarlega við, að haldinn er skyndifundur í stjórn Orkuveitunnar og ákveðið, að dótturfyrirtækið og einkafyrirtækið, gangi saman til leiks á Filipseyjum. Frestur til fundarboðs: Einn sólarhringur, sem að vísu var framlengdur um annan að ósk minnihluta borgarstjórnar.
Samtímis fer svo Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra mikinn í Indónesíu og boðar þar stóra hluti, m.a. á vegum þess einkafyrirtækis, sem sameinast vildi dótturfyrirtæki Orkuveitunnar.
Afsakið, íslenskir "vinstri menn", eruð þið örugglega á réttu róli í tilverunni?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:32 | Facebook
Athugasemdir
Vindar blása sitt á hvað og skoðanir "spredes með samlige vinder".
Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.11.2007 kl. 21:10
Össur hefur enga skoðun aðra en þá sem honum finnst sniðugt að halda fram þá stundina.
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 5.11.2007 kl. 01:48
Sæll Pjetur minn.
Það er nú bara svo, að við góðu og gegnu Íhaldsmennirnir erum þeir einu sem hugsa um hag hins almenna gjaldenda útsvars. Sjáðu bara hvað hann Júlíus Vífill stendur vel vaktina. Varar mennvið því, að þarna gætu hugsanlega tapast verulegir fjármunir, sem betur væru komnir í vasa ,,eigenda" OR sem eru jú venjulegir brauðstritarar.
Sannas hér enn, að öngvum er betur treystandi en þjóðhollum Íhaldsmönnum.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 5.11.2007 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.