Ljóđ Ţóru Jónsdóttur frá Laxamýri

Undanfariđ hef ég veriđ ađ blađa í bók, sem út kom fyrir tveimur árum, hjá bókaútgáfunni Sölku.  Landiđ  í brjóstinu, heitir bókin og hefur ađ geyma heildarsafn ljóđa Ţóru Jónsdóttur frá Laxamýri. 

Ljóđ ţessarar öldnu skáldkonu hafa boriđ fyrir augum mér í gegnum tíđina, enda kom fyrsta bók hennar, Leit ađ tjaldstćđi út áriđ 1973.  Síđan hafa átta bćkur komiđ frá hendi skáldsins, sú síđasta, Einnota vegur, áriđ 2003.  Ţađ situr síst á mér, ađ setja mig í dómarasćti gagnvart verkum annarra skálda, a.m.k. á hálfopinberum vettvangi eins og blogginu.  Ţó get ég ekki stillt mig um, ađ hvetja fólk til ađ lesa ţessa bók.

Ţóra fyllir ekki flokk ţeirra skálda, sem fara mikinn í ljóđum sínum.  Oftast líđa ljóđin fram áreynslulaust, gjarnan nokkuđ tregablandin.  Og ţađ er í ţeim ţessi undarlegi seiđur, sem knýtir mann og ljóđ vináttuböndum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband