Stórkallalegt gróðabrall

Fróðlegt er að renna augum yfir forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar geysist Hannes Smárason fram með stórkallalegum tilburðum og hótar borgarstjórn og reykvískum skattgreiðendum höggum eigi léttum, verði ekki látið að vilja hans hvað varðar sameiningu Geysi Green Energy og Reykjavík Energy Invest, þar á meðal varðandi tuttugu ára einokun á þekkingu Orkuveitu Reykjavíkur, til brúks í útlandinu. Það er eins og aumingja maðurinn skilji það ekki, að með samningi sínum við Villa, þáverandi borgarstjóra og Björn Inga, núverandi haldreipi hins nýja borgarstjóra, þar sem Bjarni Ármannsson átti og hlut að máli, sem og fleiri prúðir menn, voru almannafulltrúarnir í hópnum, þ.e.a.s. Villi og Björn Ingi, að véla umboðslausir, með eigur almennings.

Allt var þetta sjónarspil með ólíkindum. En því miður segir það ekki aðeins sína sögu, um þá menn, sem voru þar beinir þátttakendur, heldur og allnokkuð um íslensku þjóðina og það stjórnkerfi, sem hún býr við. Hvernig í dauðanum getur það gerst, að almannafulltrúar í lýðræðissamfélagi, a.m.k. að nafninu til, geti braskað með samfélagseignir heima hjá sér, og það án ritara frá stjórnsýslunni? Af þeim skollaleik öllum ættu fleiri en Villi að draga sinn lærdóm. Sannleikurinn er sá, að íslenska stjórnkerfið er gegnum rotið. Þar ráða kunningjatengsl, skólafélagapot og ættartengsl langt umfram það, sem viðundandi er, í landi, þar sem svo er látið í veðri vaka, að lýðræði ríki.

Málefni Orkuveitunnar eiga hvergi heima nema fyrir dómstólum. Það er þeirra, að höggva á þann hnút, sem græðgin hefur knýtt. Vissulega er ástæðulaust að ásaka þá félaga, Hannes Smárason og Bjarna Ármannsson; þeir eru einfaldlega fórnarlömb trylltra tíma. En það er ekki þar með sagt, að ekki eigi að setja þeim skorður.

Fróðlegt er að renna augum yfir forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar geysist Hannes Smárason fram með stórkallalegum tilburðum og hótar borgarstjórn og reykvískum skattgreiðendum höggum eigi léttum, verði ekki látið að vilja hans hvað varðar sameiningu Geysi Green Energy og Reykjavík Energy Invest, þar á meðal varðandi tuttugu ára einokun á þekkingu Orkuveitu Reykjavíkur, til brúks í útlandinu. Það er eins og aumingja maðurinn skilji það ekki, að með samningi sínum við Villa, þáverandi borgarstjóra og Björn Inga, núverandi haldreipi hins nýja borgarstjóra, þar sem Bjarni Ármannsson átti og hlut að máli, sem og fleiri prúðir menn, voru almannafulltrúarnir í hópnum, þ.e.a.s. Villi og Björn Ingi, að véla umboðslausir, með eigur almennings.

Allt var þetta sjónarspil með ólíkindum. En því miður segir það ekki aðeins sína sögu, um þá menn, sem voru þar beinir þátttakendur, heldur og allnokkuð um íslensku þjóðina og það stjórnkerfi, sem hún býr við. Hvernig í dauðanum getur það gerst, að almannafulltrúar í lýðræðissamfélagi, a.m.k. að nafninu til, geti braskað með samfélagseignir heima hjá sér, og það án ritara frá stjórnsýslunni? Af þeim skollaleik öllum ættu fleiri en Villi að draga sinn lærdóm. Sannleikurinn er sá, að íslenska stjórnkerfið er gegnum rotið. Þar ráða kunningjatengsl, skólafélagapot og ættartengsl langt umfram það, sem viðundandi er, í landi, þar sem svo er látið í veðri vaka, að lýðræði ríki.

Málefni Orkuveitunnar eiga hvergi heima nema fyrir dómstólum. Það er þeirra, að höggva á þann hnút, sem græðgin hefur knýtt. Vissulega er ástæðulaust að ásaka þá félaga, Hannes Smárason og Bjarna Ármannsson; þeir eru einfaldlega fórnarlömb trylltra tíma. En það er ekki þar með sagt, að ekki eigi að setja þeim skorður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Þetta eru mjög eðlileg viðbrögð hjá Hannesi.  Hann sagði réttilega að hann hefði gert samning sem samþykktur hefði verið á löglegan hátt af þar til gerðum aðilum sem hafa umboð til að taka þessa afstöðu, þ.e. stjórn OR og eigendafundur OR.  Þeir hefðu getað beðið með að samþykkja samninginn eða hafnað honum en þeir samþykktu hann.  Þar með öðlast hann gildi.

Hannes sagði því að það væru þrír kostir í stöðunni:  1) Standa við samninginn.   2) Gera nýjan samning.   3) Fara í mál við OR og krefjast þess að annað hvort verði staðið við samninginn eða greiddar skaðabætur.

Þetta eru mjög eðlileg viðbrögð.  Þegar þú gerir samninga við einhverja þá verður þú að geta treyst því að þeir ætli sér að efna samningana sem þeir gera og skrifa undir.  Það er fullkomlega eðlileg krafa.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 2.11.2007 kl. 13:31

2 identicon

Rétt Sigurður Viktor, geri menn samning, verða þeir að standa við hann.  En þá verður líka að vera lögformlega til ap málum staðið.  Ástæðan fyrir því, að sjö daga boðunarfrestur er á eigendafundum Orkuveitunnar er sú, að almannafulltrúar verða að hafa tíma til að kynna sér umræðuefni fundarins.  Það skiptir engu máli, þótt þeir sjálfur telji sig hafa heimild til að bregða út frá þessari reglu; hún er nefnilega sett til varnar hagsmunum almennings, sem á Orkuveituna, ekki almenningsfulltrúa.  Og hér var svo sannanlega vélað með eigur almennings.

Pjetur Hafstein Lárusson (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 15:34

3 identicon

Það væri kannski allt í lagi að fólk fari nú að aga sig og sýna öguð vinnubrögð.  Ég tek undir þetta með græðgisvæðinguna.  Hún er orðin alltof áberandi og margir sem hafa hagsmuna að gæta koma fram í sjónvarpi með dollaramerki í augum.  Þeir sem eru í aðstöðu til að hagnast í dag sjá hagnaðarvon hvarvetna.  En það skortir allavega aga í stjórnsýsluna og væri óskandi að menn lærðu eitthvað af þessu máli.

Bryndís Júlíusdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband