Hvaða stefnu viljum við taka?

28. september s.l. fjallaði ég hér á blogginu, um enska konu, sem stjórnvöld hóta að vísa úr landi vegna skoðana hennar.  Sennilega hef ég þar verið nokkuð gáleysislegur í orðavali; mál sem þetta ber ekki að hafa í flimtingum.

Konan hefur það sér til sakar unnið, að klifra upp í krana við álverið á Reyðarfirði, til að mótmæla stóriðju á Íslandi.  Þetta kalla stjórnvöld ógnun við gunngildi samfélagsins.  En hver eru grunngildi samfélagsins?  Um það er ekki stafkrók að finna í stjórnarská, né heldur lögum.  Er það að vonum, því grunngildi samfélagsins hljóta eðli málisins samkvæmt, að koma frá fólkinu sjálfu, þ.e.a.s. þjóðinni.  Sumt af því, sem þjóðin telur til grunngilda, hefur hefur svo ratað í stjórnarskrána, og má þar nefna tjáningarfrelsi. 

Nú virðist svo sem lögreglustjórinn í Reykjavík, eða yfirmaður hans, dómsmálaráðherra, teli sig sérlega gæslumenn grunngilda samfélagsins.  Vissulega ber þeim að standa vörð um þau gildi, en aðeins sem almennum borgurum.  Þeir hafa ekkert með það að gera, að hóta fólki útlegð úr landinu, leggi það ekki sama skilning og þeir í hugtök, sem varða samfélagsleg gildi.  Það eina sem þeir geta gert, samkvæmt hefðum lýðræðisins, er að leggja málið í dóm. 

Fasismi er hugarfarsástand, sem menn kalla ekki yfir sig vitandi vits.  En þeir geta leitt hann yfir sig og aðra með andvaraleysi.  Með þessu er ég ekki að saka lögrelgustjórann í Reykjavík eða dómsmálaráðherra um fasisma. En er ekki æskilegast að fara varlega í málum sem þessum? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Ég er þér hjartanlega sammála. Lögreglustjóri hefur allt og mikil völd í svona málum, þar sem ekki er lagagrundvöllur fyrir. Hins vegar mundi ég taka mikið dýpra í árina og einmitt saka lögrelgustjórann í Reykjavík eða dómsmálaráðherra um fasisma.

Fyrir þessa aðila er tjáningafrelsi hreint eitur og það eru einmitt þeir sem koma óorði á Ísland og Íslendinga.

Vendetta, 6.10.2007 kl. 23:50

2 Smámynd: Magnús Jónsson

Er ekki allt í lagi hjá ykkur, mótmæli eru eitt en að trufla starfsemi fyrirtækja er allt annað, með athæfi sínu er afbrotamaðurinn að valda öðrum tjóni sem sagt að vinna skemmdarverk, ekki að mótmæla, það hefur enginn verið rekin úr landi vegna mótmæla á Íslandi, menn mega ekki rugla saman mótmælum og skemmdarverkum það skekkir gildi mótmæla og leiðir til stjórnleysis að leifa slíkt.

Íslensk stjórnvöld hafa í raun sínt umhverfisterroristum mikla linkind og þess vegna hafa slíkir skemmdarverkamenn gengist uppi í athöfnum sínum og valdið meiri skaða en ella hefði orðið, svo ekki gráta það þó einn skemmdarvargur sé endur úr landi, með lögum skal land byggja.

Magnús Jónsson, 7.10.2007 kl. 00:13

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Stór eru orð þín Magnús, hvernig getur þú líkt saman því að klifra upp í krana við hryðjuverk? Vil gjarnan benda á að þegar klifrað var upp í umræddan krana var Alcoa ekki enn búið að ganga frá umhverfismati og tæknilega þá hefði ekki mátt hefja framkvæmdir þar fyrr en umhverfismatið var tilbúið, mótmælin þarna voru meðal annars til að vekja athygli á því. Í raun og veru voru framkvæmdirnar sjálfar ólöglegar í ljósi þess að ekki var búið að veita þetta umrædda leyfi. Ekkert land í Evrópu gegnur eins hart gegn mótmælum og mótmælendum eins og Ísland, af hverju ætli það sé?

Birgitta Jónsdóttir, 7.10.2007 kl. 11:05

4 Smámynd: Einar Þór Strand

Reyndar má benda á líka að lögreglan braut stjórnarskránna í þeim aðgerðum sem hún var með fyrir austan.  Og væri þá ekki rétt að vísa þeim lögreglumönnum sem tóku þátt í aðgerðunum úr landi?

Einar Þór Strand, 7.10.2007 kl. 11:20

5 Smámynd: Kolgrima

Þarna er farið út á verulega hættulega braut - andvaraleysi getur snúist upp í það að fljóta sofandi að feigðarósi. Og að þessi mótmæli hafi eitthvað með grunngildi samfélagsins að gera, er bara vandræðalegt.

Kolgrima, 7.10.2007 kl. 19:17

6 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Grunngildi samfélagsins eða undirlægjuháttar íslensks samfélags. Það er spurningin. Með öflugari sérsveit án atvinnu og engri sjáanlegri talibanaárás þarf markaðssetningu á tilgangi og tilveru rafstuðsbyssuinnkaupa og hundruðum milljóna í að gefa norskum dátum við heræfingar slátur. Þá er gott að hafa einhverja terrorista til að veifa framan í skelfdar húsmæður í vesturbænum. En hefði ekki verið betra að leita að einhverju öðru en lítilli stelpupísl?

Og Magnús..... umhverfisterroristum? Er það hættulegasta í þínu lífi að það sé ekki jafn vindur í dekkjunum hjá þér? Skemmdarverkamenn? Lögreglan er búin að sýna fasíska og fantalega tilburði gagnvart þessu fólki og ekki gleyma gagnvart Falun Gong meðlimum sem hafa aldrei sýnt af sér ofbeldi. En lögruglan hefur gert það gagnvart þeim. 

Ævar Rafn Kjartansson, 12.10.2007 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband