5.10.2007 | 11:33
"Draumsýn jafnaðarmennskunnar?"
Í Speglinum, fréttaþætti Ríkisútvarpsins í gærkvöldi, var sagt frá gömlum manni, fyrrverandi kennara á Akureyri og kjörum hans. Eftirlaunin nema 137.000 krónum á mánuði, nettó. Þegar hann hefur greitt föst gjöld, þar af 80.000 krónur í húsnæðiskostnað, á hann eftir 10.000 krónur fyrir mat. Fyrir síðustu jól var svo komið, að hann varð að leita aðstoðar Fjölskylduhjálpar. Þar var honum úthlutað 21.000 krónum, en ríkið hirti 7000 krónur af þeirri upphæð í skatta.
Hvernig má það vera, að gamall maður, sem unnið hefur eðlilega starfsævi, skuli búa við slík smánarkjör? Ein ástæðan er sú, að lífeyrisréttindi miðast við grunntekjur. Það er eins og menn hafi ekki áttað sig á þessu. Yfirvinnan og sposlurnar koma fólki að engu haldi, þegar það fer á eftirlaun vegna aldurs eða af öðrum orsökum. Verkalýðshreyfingin verður að hafa þetta hugfast við gerð næstu kjarasamninga.
Þá er þess og að geta, að hefðu skattleysismörkin fylgt launaþróun, frá því núverandi skattakerfi tók gildi árið 1988, þá væru þau nú um 150.000 krónur en eru aðeins 90.000 krónur. Hækkun skattleysirmarka er því ein þeirra kjarabóta, sem verkalýðshreyfingin verður að berjast hvað harðast fyrir í komandi samningum. Við slíka breytingu fengju allir sömu hækkun í krónutölu. Lækkun skattleysisprósentu hentar fyrst og fremst þeim, sem hærri hafa tekjurnar.
En hvað er ég að æsa mig, búum við ekki í landi, þar sem sjálf draumsýn jafnaðarmennskunnar, sameinaða alþýðufylkingin, Samfylkingin, situr í ríkisstjórn?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:58 | Facebook
Athugasemdir
Talsmenn Samfylkingarinnar segja á tyllidögum og þegar þeir eru á atkvæðaveiðum, að þeir ætli að bæta kjör hinna verst settu í samfélaginu. En hvað gerist svo, ekkert.
Samfylkingin sér um sína. Nú er ISG að troða vinkonum sínum í hinar ýmsu stöður í stjórnsýslunni og búa til stöður fyrir hinar hingað og þangað. Þessi svokallaði jafnaðarmannaflokkur er þar með orðinn stærsta vinnumiðlun landsins.
Oddur N. Jóhannesson (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 15:19
Eins og Sjálfstæðisf og Framsókn beri ekki ábyrð á hvernig farið er með eftirlaunamenn ? Skrýtir minni hjá Oddi.
ps er Jóhanna ásamt verkalýðsfélögum ekki að upplýsa þrælahlad á erlendum verkafólki sem hefur fengið að líðast í tíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar ?
Rúnar
Rúnar Vernharðsson (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.