4.10.2007 | 17:57
Vígfáni í þingsölum?
Ekki hirti ég um, að sitja yfir sjónvarpinu um daginn og fylgjast með stefnræðu forsætisráðherra og umræðum um hana. Er það enda óþörf iðja, þar sem nýustu fregnir um innrás braskara í orkumál þjóðarinnar sýna, svo ekki verður um villst, að þessu landi er hvorki stjórnað úr Alþingishúsinu né stjórnarráðinu, heldur úr bakherbergjum fjárplógsmanna. En nóg um það í bili.
Enda þótt ég hafi ekki hlustað á umræðurnar frá orði til orðs, sat ég nokkra stund við sjónvarpið og hlýddi á þrjár ræður eða svo. Tek ég þá eftir því, að búið er að setja þjóðfánann fyrir aftan þingforseta og ritara. Mun þetta vera stæling frá þingi Kana. Þykir mér miður, að sjálfsvirðing þingsins skuli ekki vera meiri en svo, að merkja þurfi fundarsal þess íslenska fánanum. Er það ef til vill gert, til að koma í veg fyrir, að þingmenn telji sig stadda á aðalfundi Bónus? Þá þótti mér sérdeilis bagalegt, að hlusta á ónefndan þingmann kalla íslenska fánann gunnfána og tala um, hversu þjóðin hefði unnið margar orrustur undir þessum fána. Íslenski fáninn er ekki gunnfáni, heldur þjóðfáni og þessari þjóð hefur blessunarlega tekist, að lifa í sátt við aðrar þjóðir og því ekki þurft á gunnfána að halda. Til frekari fróðleiks skal þess getið, að gunnfáni er merki, sem höfð eru uppi af herbröltsmönnum í vígahug.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu á að leggja fram 1,5 milljarða króna til s.k. varnarmála. Mun hér ekki síst vera um að ræða peninga, sem útlendir dátar fá fyrir að ösla um landið í bófahasar. Það skyldi þó aldrei vera, að þingmenn séu svo hrifnir af þessu brölti, að þeir skilji ekki lengur þýðingu íslenska fánans.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð pæling, Pjetur!
Fáninn er nefnilega symból sem er mikið hampað af þeim "sem hafa rétt fyrir sér" hann á að nota í hófi og við vissar aðstæður.
Segjum sem dæmi að einhver þingmaður SÉ að vinna fyrir Glitni. Þá er hann líklegur til að hafa fána með svona einmitt til að dreifa athyglinni fyrir hvern hann raunverulega er að vinna.
Stífpússuð jakkaföt og bindi gera mikið í sömu átt, dreifa athygli af innihaldi yfir í ímyndaleik auglýsingabrask batterísins sem er að rústa landinu.
Auðvitað er 1,5 milljarður til varnarmála hneyksli. Tek eftir að þeim bloggurum sem agitera fyrir þessu er hampað á forsíðu Moggabloggsins. Tilviljun? Varla.
Ólafur Þórðarson, 4.10.2007 kl. 18:28
Við eigum okkur fernskonar fána: Þjóðfána, ríkisfána (tjúgufána), forsetafána og tollfána. Ef ég skil þetta rétt, er sumsé enginn ,,gunnfáni" til, nema einhver hinna fjögurra sé kallaður svo.
Meira má lesa um Fánann hér.
Sigurjón, 4.10.2007 kl. 18:34
Tjúgufáninn er gunnfáni Íslands. Við unnum Þorskastríðin undir þeim gunnfána og í raun hefur sá fáni aldreilotið í lægra haldi í nokkurri orrustu.
Hinsvegar grunar mig að fáninn inn í þingsal sé hinn almenni þjóðfáni, en á fánastönginni á þakinu er þó ætíð tjúgufáninn.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 03:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.