29.9.2007 | 15:06
Kennum útlendingum íslensku, á okkar kostnað
Undarleg er sú umræða, sem nú fer fram um íslenska tungu, eða réttara sagt, sá angi hennar, sem snýr að útlendingum, sem starfa í verslunum og ekki geta gert sig skiljanlega á íslensku. Mun þetta oft verða til þess, að fólk snýr við og gengur á dyr. Sumir gera þetta vafalaust vegna þess, að þeir gera þá kröfu, að vera afgreiddir á móðumáli sínu, aðrir vegna þess, að þeir skilja ekki afgreiðslufólkið. Auðvitað á hver maður rétt á því, að vera afgreiddur á móðurmáli sínu í sínu eigin landi. Í þessum orðum mínum felst ekki nokkur gagnrýni á erlent afgreiðslufólk. Ég stafaðai eitt sinn á bókasafni háskólans í Stokkhólmi. Bæði við starfsfólkið og gestir safnsins voru allra þjóða kvikindi. En það kom vitanlega ekki annað til greina, en að við sem unnum þarna, töluðum við safngestina á sænsku, nema auðvitað ef þeir ekki kunnu það mál; þá var gripið til enskunnar, þegar hún dugði, sem ekki var alltaf. Auðvitað eigum við Íslendingar að sýna sjálfum okkur og gestum okkar þá virðingu, að kenna þeim íslensku, á okkar kostnað, hyggist þeir dvelja hér til lengdar, að nú ekki sé talað um, ef þeir ætla að setjast hér að. Að fylla verslanir með afgreiðslufólki, sem ekki getur gert sig skiljanlegt á íslensku, er ekkert annað en enn eitt birtingarform láglaunastefnunnar í einu af auðugustu löndum heims. Þetta er smánarblettur á þjóðinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sælir Pjetur
Eg vil bara taka undir med ther ad thad er sjålfsøgd krafa ad vera afgreiddur å sinu modurmåli. Her i Noregi er bodid upp å norskukennslu fyrir thå sem eiga krøfu å thvi og sem hafa åhuga. Thad er gott og blessad, en besta adferdin til ad læra nytt tungumål, er bara ad byrja ad tala thad ! Thegar eg og fjølskyldan komum til Noregs å sinum tima, kunnum vid ekki stakt ord. En innfæddir her gera nokkud sem vid Islendingar ættum ad taka okkur til fyrirmyndar - their tala bara norsku vid utlendinginn ! Ef svo kemur i ljos ad thad gengur alls ekki, thå fyrst skifta their yfir i enskuna. Islendingar eru alltof fljotir ad gripa til enskunnar og gefa utlendingum ekki tækifæri til ad spreyta sig å hinu åstkæra, ylhyra. Breytid thessu nu thegar !
P.S.
Bidst forlåts å thessari norsk/islensku bokstafabløndu ! :)
Þórarinn Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 10:58
Takk fyrir pistil. Þú kemur hér með örlítið öðruvísi - nýjan vinkil á málið sem er ansi góður punktur.
Jóna Á. Gísladóttir, 30.9.2007 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.