Breyta þarf kjördæmaskipaninni

Lýðræði, eins og við þekkjum það, er reglubundið valdaafsal almennings til fámennra hagsmunagæsluhópa, sem kallast stjórnmálaflokkar.  Fjórða hvert ár göngum við að kjörkassanum til að kjósa þingmenn og fjórða hvert ár til að kjósa fulltrúa í sveitarstjórn.  Látum það síðarnefnda liggja milli hluta að sinni.

Þegar við höfum kosið til þings, mynda stjórnmálaflokkarnir ríkisstjórn.  Þá láta kjörnir fulltrúar okkar sér í léttu rúmi liggja, hvaða skoðanir við höfum á því, hvaða flokkar eigi að mynda stjórn, hvað þá heldur, hvaða fólk skuli verma ráðherrastólana.  Það er í raum einkamál forystumanna flokkanna.  En látum það vera.  Hitt er öllu lakara, að svo kölluð ráðherraábyrgð er í raun hverfandi, ef þá nokkur.  Bruðlið í sambandi við Grímseyjarferjuna er hrópandi dæmi um þetta.  Einnig mætti nefna fjáraustrið í sendiráð, sem fyrst og fremst eru rekin sem dvalarheimili uppþornaðra stjórnmálamanna, að nú ekki sé minnst á dátaleikinn í kringum NATO!

Um það bil sem Halldór Blöndal lét af þingmennsku, reifaði hann þá hugmynd, að kjördæmaskipaninni yrði breytt á þann hátt, að tekin yrðu upp tveggja fulltrúa kjördæmi.  Þessa hugmynd hefði hann betur lagt fram fyrr.  Ef slíku kerfi yrði komið á, er von til þess, að ábyrgð ráðherra og annarra stjórnmálamanna yrði annað og meira en innantóm orð.  En auðvitað veltur allt á því, að við, fólkið í landinu, veitum þjónum okkar á þingi og í ríkisstjórn aðhald.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ekki rekur mig minni til, að Halldór Blöndal hafi viðrað hugmynd eða hugmyndir um tveggja fulltrúa kjördæmi. Hinsvegar man ég eftir því að hann talaði um að réttast væri að fjölga kjördæmunum í 14, sem ég held bara að væri til bóta. Aftur á móti er ég háfsmeykur við ein- og tvímenningkjördæmi,einfaldlega vegna þess að undir slíku fyrirkomulegi vaxa líkurnar á tveggja flokka einræði, sem er í sjálfu sér lítið skárra en einnsflokks ræði.

Jóhannes Ragnarsson, 24.8.2007 kl. 21:57

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Ráðherraábyrgð svokölluð er réttnefni því að í okkar stjórnskipulagi er hún einfaldlega ekki til. Breytt kjördæmaskipan mundu engu breyta um hana því miður. Hinsvegar á náttúrlega að gera landið allt að einu kjördæmi.

Þórbergur Torfason, 24.8.2007 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband