Vilhjálmur frá Skáholti

Það er leitt til þess að vita, að ljóð Vilhjálms frá Skáholti skuli hafa fallið í skuggann á undanförnum árum.  Þó er hann ekki með öllu gleymdur, Guði sér lof.  Ég minntist á hann í bloggi um daginn í sambandi við Reykjavíkurskáld, enda finnst mér hann alltaf standa þar framarlega í flokki. Í því sambandi má minna á ljóð hans, Reykjavík, en fyrsta erindið hljóðar svona:

Ó, borg mín, borg, ég lofa ljóst þín stræti,

þín lágu hús og allt, sem fyrir ber.

Og þótt svo tárið oft minn vanga væti,

er von mín einatt, einatt bundin þér.

Og hversu sem að aðrir í þig narta,

þið eðla borg, sem forðum prýddir mig,

svo blítt, svo blítt sem barnsins unga hjarta

er brjóst mitt fullt af minningum um þig.

 

Ljóðið er mun lengra. Helgi Sæm. annaðist útgáfu á heildarsafni Vilhjálms árið 1992.  Hörpuútgáfan gaf bókina út.  Nú hefur bókaútgáfa Salka keypt Hörpuútgáfuna og er hægt að fá bókina þar.  Bókin byrjar á ágætum formála eftir Helga, eins og hans var von og vísa.  Ég ráðlegg ljóðaunnendum að verða sér snarlega út um þessa bók, ekki síst þeim, sem hafa áhuga á ósviknum borgarskáldskap.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband