Sveitaskáldiđ Tómas Guđmundsson

Ţađ ţótti tíđindum sćta, ţegar Tómas Guđmundsson sendi frá sér ađra ljóđabók sína, Fögru veröld áriđ 1933. Magnús Ásgeirsson lýsti ţví yfir í blađagrein, ađ hann hikađi ekki viđ ađ „telja ţessa bók hina bestu ljóđabók, sem út hefur komiđ á Íslandi árum saman". Og ekki dylst ađdáun Halldórs Laxness á skáldinu er hann segir: „Hann er fegurđardýrkandi án samninga, form hans er inntak hans, heimur hans allt ţađ sem samrýmist kröfum ljóđsins, og ţađ eitt, - jafnvel svo ađ skynjunin nálgast dulhygli. Mál hans er yfirleitt vandađ og hreint, stundum svo dýrt ađ undrum sćtir."

En ţrátt fyrir almenna ađdáun á ljóđum Tómasar, ekki síst ţeim, sem birtust í Fögru veröld, finnst mér eins og hann hafi ekki veriđ alveg rétt metinn. Menn gerđu nefnilega úr honum reykvískt borgarskáld, sem mér finnst alltaf svolítiđ hćpiđ. Af skáldum hans kynslóđar ţykja mér ţeir Steinn Steinarr og Vilhjálmur frá Skáholti sóma sér betur sem slíkir.

Fjarri fer ţví, ađ ég segi ţetta til ađ gera lítiđ úr ljóđum Tómasar, enda er hann eitt af ţeim skáldum, sem ég met hvađ mest. En ţađ breytir ekki ţví, ađ mér finnst afstađa hans til borgarinnar endurspegla rómantíska draumsýn sveitamanns, sem ungur flyst á mölina. Steinn Steinarr var ađ vísu ađ vestan. Samt finnst mér eins og hann og Vilhjálmur frá Skáholti, sem var borinn og barnfćddur Reykvíkingur, hafi veriđ synir borgarinnar; ađ vísu nokkuđ baldnir, en ćttarmótiđ leynir sér ekki. Tómas Guđmundsson var hins vegar ástmađur borgarinnar, ekki sonur hennar. Borgin var oft yrkisefni hans, en hugur hans var gjarnan bundinn sveitinni ţrátt fyrir ţađ. Í frćgasta ástarljóđi sínu til Reykjavíkur, „Austurstrćti" segir hann m.a.

Og daprar sálir söngvar vorsins yngja.

Og svo er mikill ljóssins undrakraftur,

ađ jafnvel gamlir símastaurar syngja

í sólskininu og verđa grćnir aftur.

Er hćgt ađ vera rómantískari sveitamađur en svo, ađ símastaurar umhverfist fyrir sjónum manns og laufgist eins og birkiđ heima í sveit bernskunnar?

v


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Ég hef eina yfirlýsingu og eina spurningu:

<yfirlýsing>

Tómas Guđmundsson var leirskáld og er t.d. Hótel Jörđ gott dćmi um ţađ.

</yfirlýsing>

<spurning>

Hvernig getur mađur sem var nefndur ,,Vilhjálmur frá Skáholti" veriđ talinn borinn og barnfćddur Reykvíkingur og helzta skáld ţeirrar borgar (aldrei hef ég aldrei heyrt á hann minnst áđur)?

</spurning>

Beztu kveđjur, Sjonni sveitarmađur 

Sigurjón, 15.8.2007 kl. 01:36

2 Smámynd: Sigurjón

Afsakiđ ,,minnzt" átti ţetta ađ vera.

Sigurjón, 15.8.2007 kl. 01:37

3 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Ég ćtla ekki ađ deila viđ ţig um ţá skođun ţína, ađ Tómas Guđmundsson hafi veriđ leirskáld.  Til ţess er álit manna á skáldskap einfaldlega of persónubundiđ.  En farđu á bókasafniđ og fáđu heildarsafn ljóđa Vilhjálms frá Skáholti, sem Helgi Sćm. annađist útgáfu á áriđ 1992.  Rósir í mjöll heitir bókin.  Og svona til gamans m´´a geta ţess, ađ Skáholt er í Vesturbćnum. 

Ađ lokum: Ég sagđi ekki, ađ Vilhjálmur vćri helsta skáld Reykjavíkur, heldur ađ mér ţćtti hann og Steinn Steinarr sóma sér betur sem borgarskáld en Tómas.

Bestu kveđjur og ţakka ţér fyrir lesturinn.

Pjetur Hafstein Lárusson, 15.8.2007 kl. 09:25

4 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Tómas hefur alla tíđ veriđ minn mađur. Frá ţví ég fór ađ lesa, las ég bćkur Tómasar sem stóđu í röđum í bókahillum ćskuheimilis míns. Allt varđ ţetta mér mjög kćrt og man ég ađ ţótt ung vćri keypti í Fögru Veröld fyrir fyrstu vinnulaunin mín og hef aldrei skiliđ hana viđ mig. Mér fannst Tómas alltaf vera fyrst og fremst dreyfbýlismađur en fyrir mig, stelpu úr litlu sjávarţorpi norđur viđ ysta haf, var hann sá sem vakti upp forvitnina gagnvart borginni, einmitt ţar sem símastaurar gátu sungiđ. Tómas er einfaldlega minn mađur og takk fyrir fćrsluna. Gladdi mig.Um hina tvo hef ég ekki mikiđ ađ segja ţekki ekki nógu vel til.

Ásdís Sigurđardóttir, 15.8.2007 kl. 11:10

5 Smámynd: Ólína Kjerúlf Ţorvarđardóttir

Vel athugađ Pjetur - ég tek undir međ ţér.

Tómas sá borgina međ augum sveitapiltsins og mér finnst góđ kenning ţín um "ástmann" borgarinnar en ekki "son".

Takk fyrir ađ taka ljóđagerđ til umrćđu hér á blogginu - lifi ljóđiđ!

Ólína Kjerúlf Ţorvarđardóttir, 15.8.2007 kl. 14:23

6 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Ég verđ ađ vera ósammála hinum ágćta bloggvini mínum, Sjonna sveitarmanni; Fagra veröld er sígild ljóđabók, vćgast sagt, og Kiljan sjálfur sagđi um ljóđagerđ Tómasar ađ "á stundum vćri svo dýrt kveđiđ ađ undrum sćtir".

Ţó ég verji ákaflega takmörkuđum tíma í ljóđalestur, ţá er Fagra veröld međal helstu dýrgripanna í "bókasafni" undirritađs; ekki spillir ađ mitt eintak er af hátíđarútgáfu ţeirri sem gefin var út á 35 ára útgáfuafmćlinu 1968, myndskreytt af Atla Má. Án vafa á topp 5 yfir uppáhaldsbćkurnar mínar.
 

Jón Agnar Ólason, 15.8.2007 kl. 16:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband