26.7.2007 | 00:10
Stefnubreyting Samfylkingarinnar í stóriðjumálum?
Fyrir síðustu þingkosningar lýstu forystumenn Samfylkingar því yfir, að þeir teldu fráleitt, að farið yrði út í eignaupptöku á landi, vegna hugsanlegarar virkjunar í neðri hluta Þjórsár. Nú eru hins vegar teikn á lofti, sem benda til þess, að Össur Skarphéðinsson núverandi iðnaðarráðherra og fyrrverandi umhverfisráherra íhugi þessa leið, til að tryggja hagsmuni Landsvirkjunar og þar með stóriðju á Íslandi. Ekki virðist skipta máli, þótt Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra og þingmaður Samfylkingar í Suðurkjördæmi vilji sýnilega halda fast við þá stefnu, sem boðuð var fyrir kosningar.
Það er leitt til þess að vita, ef draumur vinstrimanna um sameiningu ætlar að enda í þjónustustörfum við erlenda stóriðju á bökkum Þjórsár og bandaríska yfirgangsstefnu á bökkum Jórdanár og þar um slóðir. Er ekki ráð, að forysta Samfylkingarinnar forði sér frá ám og vötnum, áður en hún blotnar í fæturna og kvefast eða ætlar hún ef til vill að arka um á rosabullum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Rosabullurnar voru teknar fram strax eftir kosningar en þær virðast leka þannig að Samfylkingarmenn eru misblautir í fæturnar eins og misvísandi um þessi mál. Á fundi í Þingborg fyrir nokkru sögðu VG, Íslandshreyfingin, og SAMFYLKINGIN (Björgvin) að ekki kæmi til greina eignarnám vegna þessara virkjana. Bjarni Harðar og Árni Matt líka........ nema það væri einhver minnihlutafyrirstaða sem stoppaði málið. En ég lifi enn í voninni.
Ævar Rafn Kjartansson, 27.7.2007 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.