Ísraelsferð Ingibjargar Sólrúnar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra er þessa dagana á ferð um Ísrael og hernámssvæði þess, Palestínu. Ferð þessi er sýnilega kosningaferð vegna framboðs Íslendinga til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Greinilegt er, að ætlunin er, að fá stuðning Ísraelsmanna og bandamanna þeirra, Bandaríkjamanna við framboðið. Þetta sést m.a. á því, að úr hópi Palestínumanna ræðir hún aðeins við forystumenn Fathahreyfingarinnar, en yrðir ekki á leiðtoga Hamas. Er Hamashreyfingin þó í leiðtogahlutverki Palestínumanna, enda vann hún sigur í löglegum og lýðræðislegum þingkosningum þar í landi. Stjórn Fathahreyfingarinnar á Vesturbakkanum virðist hins vegar, nauðug viljug, sitja og standa eins og Ísraelsmönnum þóknast.

Í ferð sinni hefur Ingibjörg Sólrún látið að því liggja, að Íslendingar gætu hugsanlega komið að undirbúningi og /eða gerð friðarsamninga fyrir botni Miðjarðarhafs. Vissulega er fagurt hjartalag alltaf svolítið heillandi, en hræddur er ég um, að það dugi skammt í deilum sem þessum. Það krefst ekki mikillar söguþekkingar til að gera sér ljóst, að átök sem þessi verða ekki til lykta leidd, nema fyrir atbeina þeirra stórvelda, sem hlut eiga að mál. Þar eru Bandaríkin í öndvegi. Áhrifa Evrópubandalagsins virðist og gæta þarna í vaxandi mæli, þótt afstaða Breta valdi þar sennilega nokkrum glundroða. Þá má ekki gleyma hagsmunum Rússa, né heldur því, að Kínverjar eru vaxandi stórveldi. Einhvern veginn efast ég um, að þjóðir á borð við Íslendinga og Andorramenn, komi til með að leggja þungt lóð á vogar friðsamlegrar sambúðar þjóðanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Og svo lengi, sem utanríkisráðherra Íslands hunsar leiðtoga Hamashreyfingarinnar, hljóta flestir Palestínumenn, að draga heilindi Íslendinga svo mjög í efa, að við getum ekki einu sinni gangnast sem sendiboðar í hugsanlegu friðarferli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Hef verið í fríi og vissi ekki að hún hefði ekki talað við Hamas. Þá fetar hún bara í fótspor Evrópusambandsins og gerir einsog Bandaríkin fyrirskipa. Það er nú jafn´ósannfærandi fyrir frið í í Miðausturlöndum og að skipa Tony Blair í sáttasemjarahlutverk.

María Kristjánsdóttir, 21.7.2007 kl. 07:32

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Ég er sammála greininni. Ingibjörg Sólrún er eins og gullfiskur í þessari hákarlalaug. Norðmenn hafa haft þetta Skandinavíuhlutverk, enda stór olíuþjóð og hafa lagt nokkuð mikið í friðarferlið (sbr. Oslóarsamningarnir), þannig að það er engin ástæða til þess að ýta reynsluboltunum til hliðar, fólk sem veit nákvæmlega hver er með gott spil í Pókernum mikla eða hver er að blöffa.

Ívar Pálsson, 21.7.2007 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband