19.7.2007 | 22:30
Tæknivædd leyniþjónusta foreldra
Á forsíðu Fréttablaðsins í gær, miðvikudaginn 18. júlí, gefur að líta frétt af íslensku fyrirtæki, sem kallast Trackwell. Forráðamenn þess hyggjast nýta GPS-forrit í farsíma, m.a. til að gera aðstendum alzheimerssjúklinga léttara að fylgjast með þeim, eins þótt sjúklingarnir séu einir. Það er gott og blessað, þótt auðvitað geti tækjabúnaður aldrei komið í stað mannlegrar samveru. En látum það vera.
En tækni þessari er ekki aðeins ætlað að nýtast með þessum hætti. Það hangir nefnilega einnig á spýtunni, að foreldrar eiga að geta notað það, til að njósna um börn sín. Í fréttinni er haft eftir formælanda fyrirtækisins: Þú getur sett inn, að klukkan níu eigi barnið þitt að vera komið í skólann. Ef það vantar í skólann, færðu send símboð. Og ef barnið fer úr hverfinu, færðu skilaboð". Mikil Guðs mildi er það, að ekki þurfi að byggja upp traust milli foreldra og barna. Nú er einfaldlega hægt að hengja njósnatæki utan á börnin og þá eru þau tjóðruð eins og hundar í bandi. Þetta kalla ég fasisma til heimabrúks.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Spurning hvor það eigi ekki bara að opna sérstaka verslun fyrir þetta. Geta líka haft fíkniefnaprófin sem 10-11 eru að selja við kassana. Svo kannski búnað sem tekur upp allt sem gerist á tölvuskjánum á meðan ungmennin eru á netinu. Já traust er óþarfi í nútíma samfélagi, bara fórna einkalífinu fyrir tæknina.
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 00:28
Þetta er í besta falli mjög umdeilanlegt og vekur stórar spurningar.
Hanna, ef þú ert mannræningi þá er síminn það fyrsta sem þú hendir þar sem lögreglan getur nú þegar miðað út GSM síma sem kveikt er á.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 20.7.2007 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.