12.7.2007 | 22:27
Vinsældakönnun sjónvarpsefnis
Rétt í þessu var Ríkissjónvarpið að birta lista yfir tíu vinsælustu sjónvarpsútsendingarnar á tilteknu tímabili nú nýlega. Það sem mér finnst merkilegast við listann er það, að á honum er aðeins einn amerískur framhaldsþáttur og er hann raunar í tíunda sæti. Hér er um að ræða þáttinn Aðþrengdar eiginkonur. Engir lögguþættir eru á listanum, né heldur lækna- eða lögfræðinga "sápur", hvorki frá Bandaríkjunum né Bretlandi.
Miðað við það, hversu mjög sjónvarpsstöðvarnar keppast við að útvarpa þessu efni, eru vinsældir þess sýnilega heldur litlar. Er ekki kominn tími til, að sjónvarpsstöðvarnar fari að endurskoða efnisvalið?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Bíddu þangað til hinar stöðvarnar leggja sína túlkun á þessa könnun, það virðist nefnilega vera þannig að þær geti allar saman túlkað þetta eftir eigin leiðum án þess að neitt rangt sé við útkomuna og allar sér í hag. Þá hef ég trú á því að erlendu þættirnir komi sterkir inn.
Karl Jónsson, 13.7.2007 kl. 11:39
Með hreinum ólíkindum hvað sjónvarpsstöðvarnar bjóða uppá þessa dagana. Megnið af efninu algert rusl og síðan endurtekið slag í slag. Liggur við að sé skemmtilegra að horfa bara á útvarpið sitt. Þessar kannanrir þeirra eru náttúrulega ekkert annað en grín.
Halldór Egill Guðnason, 13.7.2007 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.