11.7.2007 | 22:21
Klúður varðandi vinnu fatlaðra unglinga
Hvað skyldi eiginlega ganga á, í sambandi við vinnu fatlaðra unglinga í Reykjavík? Ef marka má fréttir, stóð til að veita þeim tilsögn og verkþjálfun á nokkrum vinnustöðum í borginni á kostnað hins opinbera, en það virðst allt hafa klúðrast. Stofnanirnar, sem að málinu koma eru fleiri en svo, að á þær verði slegið tölu, sem eitt út af fyrir sig skapar hættu á mistökum. Þá virðast unglingarnir hvorki hafa átt að fá greidd laun á réttum tíma, né heldur laun fyrir allar unnar vinnustundir. Hvernig er það eiginlega; hættir fólk að teljast til manna, ef það er ekki steypt í nákvæmlega sama mót og allir aðrir?
Ekki hirði ég um að nefna þær stofnanir, sem hér eiga hlut að máli, enda verður tæpast komið á þær tölu eins og áður segir. En þarf ekki að taka þessi mál fastari tökum og umfram allt að sýna fötluðum ungmennum þá virðingu sem þeim ber?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er mjög sammála þér, eitthvað verður að bæta þetta
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 12.7.2007 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.