8.7.2007 | 22:53
Fórnum ekki Urriðafossi
Í gær fór ég að Urriðafossi í Þjórsá, en þangað hafði ég aldrei fyrr komið. Erindið var að kanna, hvort þarna væri um að ræða svo ómerkilega sprænu, að henni væri fórnandi fyrir fé, eins og Landsvirkjun mælir með. Og það segi ég satt; það þarf blindan mann, til að komast að slíkri niðurstöðu. Fossinn og umhverfi hans, er sannkölluð náttúruperla. Það væri óðs manns æði, að fórna honum fyrir stóriðjuvirkjun. Er ekki orðið tímabært, að þessi þjóð fari að huga að því, að virkja anda sinn til raunverulegarar verðmætasköpunar, í stað þess, að stíga trylltan dans kringum gullkálfinn?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála!! Kv. B
Baldur Kristjánsson, 8.7.2007 kl. 23:14
Ég er hjartanlega sammála! Þessir menn eru orðnir ál-óðir og hafa dottið úr tengslum við það sem skiptir máli. Þ.e.a.s. landið okkar. Framtíðargullnáman. Og umræðan síðastliðnar vikur gengur ótrúlega mikið út á einmitt virkjanir og álver í alla bæi. Er eitthvað vit í þessu?
Hans Magnússon (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 18:00
Svona er lífið eftir að menningin gekk í garð. Og kostar sitt. Vildum við endilega eiga Elliðavatn og Elliðaárdalinn eins og í gamla daga? Veit einhver um hvað er verið að tala? Elliðavatn var ekki til, Elliðaárdalur var kviknakinn.
Ég hef séð Urriðafoss án þess að fatta hann hann meira en flúðir, enda hefði enginn urriði komist upp um hann sem alvöru foss. Fegurðina læt ég vera, en hún er smekksatriði. Er ekki annars Ártúnsbrekkan ótrúlega sérstök?
Herbert Guðmundsson, 9.7.2007 kl. 20:38
Merkilegt þegar þetta 101 fólk og aðfluttir Hvergerðingar finna það út að betra er að vernda það sem enginn hefur séð heldur en að búa til fallegt stöðuvatn sem allir sjá og hækka lífskjör allra í landinu í leiðinni. Mikið er ég feginn að þessi hugsun er í algjörum minnihluta og auðvitað á meirihlutinn að ráða en ekki nokkrar minnihluta hræður. Eða er Pjétur ekki sammála því að meirihluti kjósenda í Hafnarfirði eigi að ráða ? Ég bara spyr.
Örn Johnson´43 (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 22:53
Skýrslur Landsvirkjunar þe. lokaskýrslur ganga allar út á að gera lítið úr skaðanum og að hann sé fyrst og fremst sjónræns eðlis. Ég fer í gegnum þær og frumskýrslunar hér:
Lækjarsprænan Þjórsá og vald Landsvirkjunar
Þessi virkjunaráform eru ekki síðri glæpur gagnvart landinu un Kárahnjúkadrullupollurinn.
Ævar Rafn Kjartansson, 10.7.2007 kl. 20:06
Ég ólst upp í nágrenni við Urriðafoss. Mér var alltaf sagt að þetta væru bara flúðir í ánni. Eftir að ég hafði lifað í 40 ár þá var gerður vegslóði niður að fossinum og ég renndi þarna af tilviljun. Þetta er hinn tignarlegasti foss. Flúðir er hann ekki en hluti af honum er nokkurskonar náttúrlegur laxastigi.
Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.