7.7.2007 | 20:40
Ha, var verið að setja bráðabirgðalög gegn almannaöryggi?
Það er ekki fallega gert, að ljúga upp á menn, jafnvel þótt þeir séu ráðherrar. Eða á maður ef til vill að trúa því, sem haldið hefur verið fram í fjölmiðlum í dag, að ríkisstjórnin hafi sett bráðabirgaðalög, sem veita tímabundna undanþágu varðandi rafmagnsöryggi til þeirra, sem eru að leigja út til námsmanna, gamlar hermannaíbúðir á Vellinum?
Ég fyrir mitt leyti á erfitt með að trúa þessu, þó ekki sé nema vegna þess, að öryggissvið Neytendastofu lagði blátt bann við því, í maímánuði, að flutt yrði í þessar íbúðir, fyrr en nauðsynlegar breytingar hefðu verið gerðar á rafkerfinu á svæðinu. Bann þetta var sett í samræmi við gildandi lög og reglur, að sjálfsögðu eftir að sérfróðir menn höfðu fjallað um málið. Ástæðan var sú, að ameríkanar nota rafmagnskerfi, sem er frábrugðið okkar hér í Evrópu. Því getur stafað hætta af því, að rugla þessum kerfum saman.
Bráðabirgðarlögum var oft beitt á árum áður og þótti flestum nóg um. Því hefur þróunin orðið sú, að þau eru nú aðeins sett í undantekningartilfellum. Er það að vonum, enda er ríkisstjórnin ekki handhafi löggjafavaldsins og á því ekki að geta beitt bráðabirgðarlögum nema í ýtrustu neyð. Og þá á ég auðvitað við neyðartilfelli, sem varða þjóðina alla eða stóran hluta hennar, svo sem þegar náttúruhamfarir bresta á eða hætta er á hernaðarátökum í landinu. Að bjarga einstöku fyrirtæki fyrir horn með setningu bráðabirgðarlaga, sem í raun varða almannaöryggi, er ótrúlegra en svo, að ég trúi því.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nákvæmlega - þetta er algjör "ekki frétt".
Fólk að nota 110V/60Hz í stað 220V/50Hz.... so what?
Þórður Magnússon (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 10:34
Allt í lagi með kerfið en öll tæki verða að vera 110V hætt við að það verði eitthvað um ónýt raftæki til að byrja með. Auk þess er ekki mikið um það að hægt sá að kaupa 110V raftæki hér Og siðan en ekki síst þá eru þau ekki EU merkt og því ólögleg til brúks hér. Allav ætti okkur hinum einnig að vera frjálst að flytja inn tæki án EU merkingar
Jón Aðalsteinn Jónsson, 8.7.2007 kl. 13:39
Ég held að það sé fullt af fólki sem sé ekki að skilja þennan mismun á rafmagninu og þó að kanarnir hafi haft allt sitt á hreinu innan svæðisins þá er öruggt að það verður eitthvað um slys í kjölfarið á þessu. Og slatti af yfirbrunnum heimilistækjum.
Ævar Rafn Kjartansson, 8.7.2007 kl. 16:20
Ég er sammála þér. Sé ekki ástæðu til að setja bráðabirgðalög í Ísland árið 2007 nema almannavá beri uppá. Svona mál á að afgreiða þegar þing situr var ljóst áður en þeir fóru í sumarfrí.
Held það þurfi að endurskoða reglur um setningu bráðabrigðalaga algerlega og uppfæra til nútímans.
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 8.7.2007 kl. 16:57
Ég læt vera með öryggið, en að setja bráðabyrgðalög í tilefni af máli sem undirmaður hjá Neydendastofu gat leyst með einu bréfi er að nota forseta Íslands sem hlandskál.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 8.7.2007 kl. 18:46
Neytendastofa getur ekki veitt neinum undanþágu frá því að hlýta þeim lögum sem Neytendastofu er falið að framfylgja.
Allir sem störfuðu einhvern tíma uppi á velli vita að herinn hafði sitt eigið eftirlitskerfi með öllu (þar á meðal rafmagnsöryggi)
En samkvæmt þessum bráðabirgðalögum þá mun sennilega ekkert opinbert eftirlit vera með rafmagnsöryggismálum á vallarsvæðinu og engar útgefnar reglur né viðurlög við brotum í gildi allavega næstu 3 árin.
Grímur Kjartansson, 8.7.2007 kl. 20:32
Máliðer væntanlega að það voru "mini-bandaríki" inni á vellinum. Evrópskar reglugerðir leyfa ekki gefna spennu og tíðni (110v 60hz). þannig er rafkerfi staðarins ólöglegt.
Hjalti Árnason, 15.7.2007 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.