Ruddaleg meðferð á pólskum farandverkamönnum

Hún var dálítið merkileg fréttin, sem birtist á Stöð 2 í kvöld.  Þar var sagt frá viðskiptum pólskara farandverkamanna og starfsmannaleigu, sem þeir unnu hjá í Mosfellsbæ.  Svo var að skilja, sem Pólverjunum og forstjóra starfsmannaleigunnar hefði orðið sundurorða og söðgu Pólverjarnir upp vinnunni.  Skipaði forstjórinn þeim þá að yfirgefa búsaðinn þar sem þeir bjuggu, tafarlaust, hverju þeir neituðu.  Hafði þá forstjórinn, staddur úti í Eyjum, engar vöflur á, heldur sendi syni sína á staðinn, með þeim afleiðingum, að einn Pólverjanna,  hafnaði á slysavarðstofunni.

Það  merkilega við þessa frétt er það, að forstjóri starfsmannaleigunnar, virðist ekki hafa gert sér minnstu grein fyrir því, að hann býr í réttarríki, nema hann telji, að reglur þess gildi aðeins fyrir innfædda.  Neiti menn að yfirgefa húsnæði, sem þeir hafa til umráða, þarf vitanlega að leita útburðarheimildar.  Slík heimild er gefin af héraðsdómi og má auðvitað áfrýja úrskurði hans til Hæstaréttar. 

Vissulega kann þetta að vera seinvirk leið.  En hún er lögbundin og eftir henni ber þar af leiðandi að fara.  Húseigendur hringja ekki bara í strákana sína til að bera menn út úr húsnæði, sem þeir hafa til umráða, hvorki með barsmíðum eða án þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Starfsmannaleiga annað orð yfir mannsal ? þar sem menn eru leigðir út í vinnu og einhver kaupir þeirra þjónustu. Þessir aumingjar eiga ekki að komast upp með svona framkomu, ég vill að þeir sæti ábyrgð fyrir að svína svona á þessum pólverjum og það tafarlaust !

Sævar Einarsson, 3.7.2007 kl. 01:04

2 Smámynd: Róbert Tómasson

Nafngreina þessa menn og hengja upp myndir af þeim.  Það er kominn tími til þess að þeir geri sér grein fyrir því að þeim líðst ekki hvað sem er.

Róbert Tómasson, 3.7.2007 kl. 07:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband