28.6.2007 | 19:55
Nú þarf að endurrita Íslandsklukkuna
Það er slæmt, að Halldór Laxness sé allur, því nú hefði þurft að endurrita Íslandsklukkuna. Eins og flestir vita, hófst ógæfa Jóns Hreggviðssonar Kristsbónda á Rein, á því, að hann stal snærisspotta. Ekki er að efa, að Jón hugðist nota spottann þann arna sér til hægðarauka við búskapinn. Á 17. öld var hugsunarháttur fólks en svo fornlegur, að þjófnaður taldist mannanna verk. Því var Jón Hreggviðsson dæmdur til hýðingar, en ekki Rein, sú jörð, sem hann leigði af kirkjunni.
Nú eru breyttir tímar, enda mannskepnan alltaf að þroskast. En Íslandsklukkuna verður sem sagt að skrifa upp á nýtt. Oft var þörf, en nú er nauðsyn!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:11 | Facebook
Athugasemdir
Það eru nú ekki allir sýslumenn eins og Hafstein á Húsavík, svo mikið er nú klárt.
Dómarar eru mis mjúkir við delikventa sína en nú fer skörin nokkuð á flakk og ekki að vita, nema að bílar í eigu fyrirtækja verði hér eftir dæmdir en ekki ökumennirnir.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 29.6.2007 kl. 09:00
Máttur krónunnar er meiri en skráð gengi.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.6.2007 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.