26.6.2007 | 09:14
Má enn lćra af Macciavelli?
Fáir heimsspekingar hafa mátt ţola ósanngjarnari umfjöllun um verk sín, en sá ágćti Ítali, Macciavelli, sem uppi var á árunum 1469 til 1527. Hann skrifađi sem kunnugt er ţá merku bók "Furstinn". Andúđ síđari tíma manna á Macciavelli mótast af ţví, ađ lýsingar hans á stjórnarháttum ţykja nokkuđ kaldrifjađar. Og rétt er ţađ, hann er ekkert ađ skafa utan af hlutunum. Hann ráđleggur stjórnmálamönnum, ađ reyna fyrst ađ beita rökum, til ađ hafa sitt fram. En dugi ţađ ekki, skal beita fagurgala, falsi og flárćđi, mútum og loks ofbeldi, dugi ekki annađ.
Macciavelli er síđur en svo ađ mćla međ ţessum ađferđum almennt, heldur út frá og innan ţess ástands, sem ríkti á Ítalíu og ţá ekki síst í heimaborg hans, Flórens, á hans tímum. Vćri nokkuđ svo vitlaust, ađ viđ Íslendingar tćkjum okkur til og lćsum "Furstann"? (Hann er til í íslenskri ţýđingu.)
Ţví miđur er ég ekki frá ţví, ađ bókin sú arna komi okkur ekkert sérstaklega á óvart, ţ.e.a.s. ef viđ ţorum ađ horfast í augu viđ eigiđ samfélag, ţar sem grćđgin virđist vera drifkraftur allra hluta og einskist er svifist, til ađ fullnćgja ţeirri hvöt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
góđ ábending
María Kristjánsdóttir, 26.6.2007 kl. 14:25
ég var einmitt ađ uppgötva Macchiavelli fyrir rosalega stuttu síđan. Hann var snillingur og rétt sem hann segir um siđblindubraut stjórnmálanna. Ég hélt alltaf ađ hann vćri svaka vondur kall, en hann var bara hrifinn af ţví ađ segja hlutina einsog ţeir eru
halkatla, 26.6.2007 kl. 17:03
Ţađ hringdu einhverjar bjöllur ţegar ég sá nafniđ Macchiavelli en sennilega veit ég ekkert um manninn. Mér dettur í hug annar mađur sem samt ekki samtímamađur Macchiavelli. Hann fćddist í Feneyjum held ég, á 16 öld, en hann bjó ţar sína ćvi. Hann hét Paolo Sarpi og var alls enginn vinur Páfans. Hann skrifađi um stjórnmál og var sagđur ţyrnir í augum valdamanna. Hann átti viđburđaríka ćvi og var reynt ađ ráđa hann af dögum, sennilega í nokkur skipti.
Vinur minn sem lćrir um kappan í Flórens hefur sagt mér ađ ţađ séu ekki margir í heiminum sem leggja stundir á speki Sarpi, ţannig ađ ég er forvitinn um hvort einhver, eđa ţú vitir eitthvađ um manninn. ef svo er, ţá máttu ef ţú hefur tíma, segja okkur örlítiđ um hann.
Hilmir Arnarson, 26.6.2007 kl. 23:34
Inntak Niccoló Macchiavelli má sega ađ tilgangurinn helgi međaliđ og ađ haga beri styrkleika međalsins eftir andstöđu viđ tilganginn. Semsagt ţví vitlausari stjórnsýsla, ţví meiri andstađa, ţví harđari međul. Ófyrirleitni og tillitsleysi til mannréttinda.Međ góđu eđa illu. Ţetta er praktíserađ bćđi í viđskiptum og stjórnmálum í dag held ég. Ótrúlegt ađ sjá mćlt međ honum á 21. öld. Trúi varla ađ ţér sé alvara og efast um ađ ţú hafir kynnt ţér intak stjórnvisku hans međ tilliti til mannréttinda.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.6.2007 kl. 01:45
Hilmir, bestu ţakkir fyrir athugasemdina. Eftir skjóta yfirreiđ um netiđ sýnist mér Paolo Sarpi hafa leitt Feneyinga í deilum ţeirra viđ páfann um aldamótin 1600. Ég ţarf endilega ađ kynna mér hann betur. Ţó má ekki rugla honum saman viđ siđaskiptamenn, bćđi var hann seinna á ferđinni en ţeir og yfirgaf auk ţess aldrei kaţólsku kirkjuna.
Pjetur Hafstein Lárusson, 27.6.2007 kl. 09:28
Jón Steinar, Macciavelli dró upp hrikalega mynd af stjórnmálaheiminum í bók sinni Furstinn. Bókin er kennslubók í stjórnmálum innan spillts kerfis. Lestur hennar er hollur okkur nútímamönnum til ţess ađ leiđrétta ţann misskilning ađ andlegur og siđferđilegur ţroski mannskepnunnar hafi aukist međ tímanum.
Kannast ţú ekki viđ neina litla Medidcia í okkar samtíđ? Eru t.d. ekki til áhrifamenn auđs og valda sem kaupa sér hylli listamanna?
Pjetur Hafstein Lárusson, 27.6.2007 kl. 09:36
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.