23.6.2007 | 21:13
Síldarminjasafnið á Siglufirði
Rétt í þessu var ég að koma frá Siglufirði, en þar hef ég ekki átt leið um í níu ár. Það má með sanni segja, að þar hafi mikil breyting orðið á þessum árum með tilkomu Síldarminjasafnsins. Þetta er stórmerkilegt safn um merkan þátt í atvinnusögu Íslendinga og raunar fleiri þjóða. Ekki má gleyma því, að í síldarævintýrinu komu t.d. bæði Norðmenn og Færeyingar mikið við sögu, ekki hvað síst á Siglufirði.
Á safninu er bæði sýnt, hvernig síldveiðarnar og vinnslan fóru fram, sem og aðbúnaður þess fólks, sem störfin vann. Þarna er gott safn tækja og tóla, sem og ljósmynda og muna úr eigu ýmissa, sem við sögu komu. Þá má ekki gleyma stórskemmtilegri málverkasýningu Sigurjóns Jóhannssonar, en hann sýnir þarna vatnslitamyndir, sem varpa ljósi á síldarárin.
Allir á Sigló í sumar!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Þetta er stórmerkilegt safn sem Örlygur Kristfinnsson á mikinn heiður af ásamt fleirum sem hafa lagt hönd á plóg.
Sigurjón Þórðarson, 23.6.2007 kl. 23:56
Fagur er fjörðurinn, og Örlygur, ásamt öðrum á heiður skilin. Menn meiga þó ekki gleyma því að Örlygur er ekki einn á ferð, þó svo hann eigi heðiur skiliið.
Norðanmaður, 24.6.2007 kl. 01:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.