Gott hjá sýslumanni Árnesinga

Nú hefur sýslumaður Árnesinga tilkynnt, að hann muni krefjast þess fyrir dómi, að mótorhjól manna, sem nýlega slösuðust í ofsakastri, verði gerð upptæk.  Er þetta í samræmi við ný lög frá Alþingi.

Annar þeirra manna, sem þarna eiga hlut að máli, var á síðasta ári tekinn af lögreglunni fyrir ofsaakstur á bifhjóli og þurfti reyndar að elta hann vítt og breitt um Hafnarfjörð, áður en til hans náðist. Sá reyndist vera með 13 ára son sinn með sér á hjólinu.  Refsingin, sem hann var dæmdur til, var smávægileg sekt og fárra mánaða ökuleyfissvipting á bifhjóli.  Ekki virðist hafa komið til tals, að börn væru sennilega öruggari í fjarlægð hans en nálægð. 

Það ber að fagna því, að ökuníðingar séu sviptir farartækjum sínum.  Færi raunar best á því, að það gilti ekki aðeins um þau farartæki, sem notuð eru til glæpsins hverju sinni, heldur öll farartæki í eigu viðkomandi afbrotamanna.  Einnig væri vel athugandi, að gera eins og mér skilst að Finnar geri, og refsa mönnum eftir efnahag þeirra.  Stóreignamenn í hópi ökuníðinga munar ekkert um, að greiða nokkur þúsund eða hundruð þúsunda í sekt.  Þess vegna væri athugandi, að miða sektirnar við hlutfall að eignum manna og hafa það þær háar, að undan svíði, hversu auðugir, sem afbrotamennirnir eru.

Þá er vel athugandi, að foreldrar, sem kaupa kraftmikla bíla handa börnum sínum, verði látnir gjalda þess, ef börnin aka með þeim hætti, að það ógni lífi og limum fólks.  Við búum nefnilega í samfélagi allrar þjóðarinnar, en ekki á leikvelli þeirra ríku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Alveg hjartanlega sammála því að gera ökutækin upptæk ef menn hafa ekki þroska til að eiga þau.

Jens Sigurjónsson, 16.6.2007 kl. 12:00

2 identicon

Ég vil taka undir með ykkur, ég er mjög sáttur við að látið verði reyna á það fyrir dómi hvort yfirvöld geti ekki gert umrædd hjól upptæk.Það er  lögnu kominn tími á það að gripið sé til róttækra aðgerða gangvart mönnum sem leggja líf allra vegfaranda í hættu með gáleysi sínu.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband