Ný ríkisstjórn

Það er víst óhætt að óska Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni til hamingju með nýju ríkisstjórnina.  Tíminn mun svo leiða það í ljós, hvort ástæða sé til að óska þjóðinni til hamingju.  Hvað sem um það má segja, verður því ekki neitað, að verklag stjórnkerfisins virðist geta batnað nokkuð með breyttri verkaskiptingu ráðuneyta.  Hugsjónaeldarnir loga ekki sérlega glatt, en „praktíkin" er á sínum stað.  Slíka tíma lifum við nú.

Ekki þarf að koma á óvart, að Ingibjörg Sólrún gætir kynjajafnvægis í ráðherravali Samfylkingarinnar.  Það sama verður ekki sagt um Geir Haarde; aðeins einn af sex ráðherrum Sjálfstæðisflokksins er kona.  Æ, já, það er svona með stelpurnar á ballinu...

Vitanlega er alltof snemmt að spá nokkru um framtíðarverk þessarar nýju ríkisstjórnar.  Það er víst ekki annað að gera, en óska þjóðinni alls hins besta.  En það er eins gott, að fólk geri sér ljóst, hvar í flokki sem það stendur, að í lýðræðisþjóðfélagi er þess ekki krafist af almenningi, að hann dýrki stjórnvöld, heldur veiti þeim aðhald.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband