10.5.2007 | 23:11
Misvægi í skoðanakönnunum
Athylgisvert er að fylgjast með því misvægi, sem upp er komið í skoðanakönnunum nú síðustu dagana fyrir kosningar. Sérstaklega á þetta við um útkomu Framsóknarflokksins. Fylgi þess flokks mælist allt frá innan við 9% og upp í rúm 13%, allt eftir því, hverjir framkvæma kannanirnar. Augljóst er, að verulegur munur er á framkvæmd þessara skoðanakannanna. Fróðlegt verður að fara yfir þau mál, að kosningum loknum.
Skoðanakananir hafa að margra mati viss áhrif á hluta kjósenda og greinilegt er, að þau hafa veruleg áhrif á frambjóðendur. Áróður þeirra breytist í samræmi við þær skoðanir almennings, sem fram koma í könnunum. Þetta er óneitanlega nokkurt veikleikamerki á lýðræðinu. Er ef til vill þörf á að banna skoðanakannanir t.d. viku til hálfum mánuði fyrir kosningar?
Stjórnmálamönnum má skipta í tvo flokka; þá sem þjóna lund almennings með smjaðri og fleðurlátum og hina, sem þjóna almenningi, m.a. með því að segja honum til syndanna, jafnvel þótt það kosti þá óvinsældir (þetta er reyndar aðeins kenning því eins og menn vita er seinni hópurinn aðeins til í draumheimum bjartsýnustu manna). Hvorum hópnum skyldu gagnast skoðanakannanir betur og hvor hópurinn er líklegri til að starfa almenningi til heilla?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
held að FRAMSÓKN bæti í á endaspretti
leeds (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.