Dauf kosningabarátta

Ég minnist ekki daufari kosningabaráttu en þeirrar, sem nú fer fram.  Þó hefur þetta þokast í þessa áttina undanfarna áratugi. Í morgun heyrði ég t.d. í Ríkisútvarpinu, að fólk taldi sig vera að ræða komandi þingkosningar, en var í raun að spjalla um sveitastjórnarmál.  Það er auðvitað gott og blessað, en við erum ekki að fara að kjósa í hreppsnefnd að þessu sinni.

 Að mínu áliti má skipta stjórnmálum í tvennt; grundvöll og praktísk viðfangsefni.  Það fyrr nefnda hefur að mestu leyti vikið úr pólitíkinni.  Er það kannske vegna þess, að pólitískur grundvöllur byggist á hugsjónum?  Getur verið, að fólk nenni ekki lengur að móta sér hugsjónir og vega svo og meta praktísk úrlausnarefni út frá þeim? 

Ef til vill liggur svarið við þessari spurningu í prófkjörunum.  Prófkjör krefjast „frægðar" og sé hún ekki til staðar, er hún búin til á auglýsingastofum.  Framleiðsluvara hefur ekkert með hugsjónir að gera, eins þótt hún kallist þingmaður; það eru umbúðirnar, sem skipta máli.  En hvað gera menn við umbúðir, þegar innihaldið er komið úr þeim? 

Svari hver fyrir sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband