Eru stjórnmálamenn athyglissjúkir?

Staksteinar Moggans voru í morgun með þá vinsamlegu ábendingu til heilbrigðisráðherra, að kona sú, er þeirri stöðu gegnir, tæki sér sæti á biðstofum lækna og fylgdist með því, hvað aldraðir væru að greiða fyrir þjónustuna, í stað þess að þylja upp einhverjar meðaltalstölur frá OECD.  Veruleikinn er nefnilega ekki meðaltalsútreikningur.

Í lokin segir í Staksteinum í dag: „Það skiptir stundum máli að hafa áhuga á málefninu sjálfu en ekki bara myndum af sjálfum sér á göngum Landspítala."  Þetta eru orð að sönnu.

Fjármálaráðherra fer nú mikinn um Suðurkjördæmi og veitir styrki til góðra mála á báða bóga.  Ljósmyndarar ekki fjarri.  Borðaklippingar rétt fyrir kosningar eru jafnan vinsælar.  Og ekkert af þessu gildir aðeins um núverandi ráðherra, eða þá flokka, sem þeir tilheyra; þetta er útbreidd plága.

Skyldi það vera tilfellið, að stjórnmálamenn líti á sig sem leikara á sviði og telji okkur hin sitja agndofa af aðdáun úti í sal, til þess eins að klappa fyrir herlegheitunum þegar tjaldið fellur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Já þeir eru á atkvæðaveiðum svona rétt fyrir kosningar. Það merkilega við þetta er að.lk lætur veiða sig. Það var hörmulegt fannst mér að sjá Guðlaug í sjónvarpinu í kvöld. Sif og Jónina eru búnar að fara á dvalarheimilin og hitta svo mikið af glöðu og yndislegu fólki. Ég er búin að fara sjálf á mörg dvalarheimili og hef hitt mikið af reiðu fólki, bæði starfsfólki og heimilisfólki. Heimilisfólkið segist ekki getað treyst neinum því það sé alltaf verið að lofa þeim eitthverju sem að ekki stenst.

Gott er að fólkið sýni þessum háttvirtu ráðherrum kurteisi, það kýs vonandi rétt þegar í kjörklefan er komið.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 2.5.2007 kl. 22:59

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég vil bara benda á blogg guðmundarjonssonar bloggvinar míns en það sýnir svart á hvítu hversu veikt fólk er hlunnfarið af þessi heilbrigðiskerfi okkar. Hann er hvorki hamingjusamur né glaður með hvernig þetta kerfi virkar í raun. Og ég get svo vel skilið það. Þvílíkur hryllingur fyrir þá sem eru veikir og þurfa aðstoð. Hvet ykkur eindregið til að lesa þetta blogg...Guðmundur er hættur að berjast og reyna að finna úrlausn...sem er sorglegra en tárum taki. En einhversstaðar gefast menn upp.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.5.2007 kl. 07:29

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

hér er slóðin www.gjonsson.blog.is

Réttast væri að senda þetta beint til Sivjar og Ásta Möller hefði kannski einhvern lærdóm af þessu að draga

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.5.2007 kl. 07:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband