1.5.2007 | 15:51
Enn um veitingu ríkisborgararéttar
Þá er komin fram skýring á því, hversvegna unnusta sonar umhverfisráðherra fékk íslenskan ríkisbogararétt, eftir aðeins 15 mánaða dvöl í landinu. Ástæðan er sú, að hún og unnustinn hyggja á nám á Englandi, en ætla sér að vinna á Íslandi á sumrin. Fylgir því nokkurt óhagræði fyrir stúlkuna, að þurfa að sækja um dvalarleyfi á hverju ári.
Á sama tíma synjaði allsherjarnefnd Alþingis umsókn frá barni íslensks ríkisborgara, sem þó hefur dvalið hér frá árinu 2001 og á ekki aðeins móður hér á landi, heldur einnig systkini. Menn geta svo velt því fyrir sér í ró og næði, hvort taka beri alvarlega þær fullyrðingar þeirra nefndarmanna í allsherjarnefnd, sem afgreiddu umsókninrar, að þeir hafi ekki vitað neitt um tengsl umræddrar stúlku og umhverfisráðherra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef ferðafrelsi er forsenda ríkisborgaréttar, hvað þá um Palestínufólkið sem bjó hér, var án vegabréfs og gat ekki farið úr landi en fékk ekki ríkisborgarétt fyrr en eftir nær áratug.
Já, Pétur, það var gaman á Highlander á laugardag!
Ár & síð, 1.5.2007 kl. 19:15
Þetta mál færir enn eina sönnun á því að allir á Íslandi eru jafnir frammi fyrir lögunum.Eini galinn er sá að sumir eru bara nokkru jafnari en aðrir.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.