30.4.2007 | 16:45
Upplestur á bretónskum ljóðum
Á laugardaginn var fór ég á skemmtilega ljóðasamkomu á krá eina við Lækjargötu. Þar voru saman komin nokkur skáld frá Bretaníuskaga og lásu ljóð á tungu þarlendra. Nú eiga flestir Íslendingar, þ.á.m. ég, það sammerkt, að tala ekki það tungumál, né heldur skilja það. En Ólöf Pétursdóttir bætti úr því, hún hefur nefnilega þýtt ljóð þessara skálda og voru þýðingarnar lesnar, ýmist af þýðandanum eða öðrum. Reyndar gaf Ólöf út fyrir skömmu kver, sem hún kallar Dimmir draumar", en þar má lesa ljóðaþýðingar hennar frá Bretaníuskaga. Óvitlaust að líta í það á góðri stundu, nú þegar fuglar kveðast á í móum og mýrum.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Ljóð | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.