7.4.2007 | 20:27
Athyglisverð yfirlýsing ráðherra
Umhverfisráðherra hefur sent frá sér þá athyglisverðu yfirlýsingu, að stóriðjustefna ríkisstjórnarinnar sé ekki helsti umhverfisvandi heimsins. Einhvern veginn hefði maður nú búist við slíkri yfirlýsingu úr iðnaðarráðuneytinu, en látum það vera.
Það þyrfti mikinn sóðaskap til þess að 300.000 hræður næðu að slá heimsmet á þessu sviði. En óneitanlega minnir yfirlýsingin mig á ökumann, sem tæmir öskubakkann út um bílrúðuna á þeim forsendum, að draslið úr bakkanum muni hvort sem er ekki þekja stóran hluta jarðarinnar.
Það er gott til þess að vita, að stjórnmálamenn skuli hugsa í rökréttu samhengi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst gott að Umhverfisráðherra hugsi út fyrir landsteina Íslands. Hnattrænt heitir það. Við verðum að hætta þessu þrugli um endalausa mengun. Leggja okkar af mörkum með okkar endurnýtanlegu orku í stað kola eða annarra jarðefnaorku sem virkilega mengar. Be positive!
Vilborg Traustadóttir, 8.4.2007 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.