Jesús Maríuson, ljóð Jóhannesar úr Kötlum

Jóhannes úr Kötlum átti fleiri strengi í sinni ljóðahörpu en ýmsir aðrir.  Ekki skulu þeir tíundaðir hér, aðeins birt eitt ljóða hans í tilefni föstudagsins langa.  Það heitir Jesús Maríuson og birtist í Sjödægru, sem kom út árið 1955.

 

Sjödægra

Jesús sonur Maríu er bezti bróðir minn:

hann býr í hjarta mínu

--þar kveikir hann í rökkrinu rauða margt eitt sinn

á reykelsinu sínu.

 

Og jafnan þegar allir hafa yfirgefið mig

og enginn vill mig hugga

þá birtist hann sem stjarna í austri og sýnir sig

á sálar minnar glugga.

 

Og þó hef ég ei beitt slíkum brögðum nokkurn mann:

ég hef brennt á vör hans kossinn

og hrækt síðan á nekt hans og nítt og slegið hann

og neglt hann upp á krossinn.

 

En hvað svo sem ég geri er hann mín eina hlíf

er hrynur neðsta þrepið

því hvað oft sem hann deyr þá er eftir einhvert líf

sem enginn getur drepið.

 

Og Jesús sonur Maríu mætir oss eitt kvöld

sem mannlegleikans kraftur:

æ vertu ekki að grafa ´onum gröf mín blinda öld

--hann gengur sífellt aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hvilik snild,Jóhannes úr Kötlum var snilllingur/hveð er betra hægt að segja um Frelsaran /Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 6.4.2007 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband