4.4.2007 | 12:31
Líkamsárás um hábjartan dag - stendur öllum á sama?
Það er heldur ónotalegt, að frétta af því, að óaldaflokkar skuli komast upp með það í Reykjavík, að ráðast á varnarlaust fólk um hábjartan dag og það á fjölförnum stað, án þess nokkur skipti sér af því. Menn aka bara fram hjá, eins og ekkert hafi í skorist. Hvað veldur? Er það heigulsháttur eða kæruleysi um annarra manna hag?
Það gerist nú orðið æ oftar, að fólk veitist að lögreglu og sjúkraflutningamönnum á slysstað og telja þá vera að tefja sig á lífsins greiðu braut. Hangir það ef til vill á sömu spýtunni og það sem sagt er frá hér að ofan? Er einstaklingshyggjan farin að ganga út í slíkar öfgar, að fólk sé hætt að gera sér grein fyrir samábyrgð, með skyldum hennar og réttindum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta unga ógæfusama fólk sem stendur í svonalöguðu endurspeglar örugglega ástandið á heimilum sínum, þar sem allt veltur og snýst um efnishyggju, en mennlegi þátturinn hefur gleymst. Ég kenni sem sé óhæfum foreldrum og einstaklega lélegu uppeldi um það þegar unglingagengi fara hamförum um stræti og torg. Skammist ykkar bara aumu foreldrar.
Stefán
Stefán (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 16:20
Er þetta nokkuð annað en gamla og (ó)góða íslenska ofbeldis- og drottnunareðlið sem hefur fylgt þjóðinni allar götur frá landnámi?
Svo dró aðeins úr því á síðari hluta 20. aldar svo við héldum að við værum laus við þennan djöful en svo er greinilega ekki.
Ár & síð, 4.4.2007 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.