1.4.2007 | 01:02
Úrslitin í Firðinum: Sigur lýðræðisins
Jæja, þá hafa Hafnfirðingar kosið um stækkun álversins. Jafnari gátu úrslitin tæpast orðið. Óþart að rekja tölurnar hér í smáatriðum; þær eru í öllum fjölmiðlum. En þótt aðeins 50,06% þeirra sem kusu, hafi hafnað stækkuninni, þá hlýtur það að teljast sigur, miðað við hinn mikla aðstöðumun fylkinga, hvað fjármagn varðar. Í mínum huga hefur Mammon hér mátt lúta í lægra haldi fyrir lýðræðinu. Vonandi boðað það vorkomu í íslenskum stjórnmálum.
Hitt er svo annað mál, að ætli Samfylkingin að njóta þýðra vorvinda, dugir henni ekki, að hampa afstöðuleysinu einu saman, eins og bæjarstjórnarmeirihluti hennar í Firðinum gerði í þessu máli. Hún verður einfaldlega að fara að skipta sér af stjórnmálum. Innan hennar raða eru uppi hugmyndir, sem vissulega eiga erindi út í umræðuna, rétt eins og gerist meðal annarra stjórnmálaflokka. En forystumenn Samfylkingarinnar verða að gera sér ljóst, að hika er sama og að tapa. Það er hætt við því, að úrslitin í Hafnarfirði, munu staðfesta gildi þeirra orða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sigur vinstra-afurhaldsins er niðurstaðan. Upphaf kreppunar!. Og ykkur
virðist fjandans sama um að á annað þúsund einstakllinga sem á allt sitt
lífsviðurværi undir þessu lang stærsta fyrirtæki Hafnarfjðar neyðist til að
hætta innan fárra ára. MANNVONSKA vinstrimennskunar í hnotskurn!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.4.2007 kl. 01:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.