27.3.2007 | 17:54
15. desember 2003 - eftirlaunalögin
Hvað er svona merkilegt við 15. desember 2003? Jú, þann dag varð fullur skilnaður með alþýðu þessa lands og stjórnmálamönnum, að vísu ekki allra, en flestra. Þetta er dagurinn, sem til varð á Íslandi stjórnmálaheimur, aðskilinn og einangraður frá heimi okkar hinna. Þennan dag samþykkti alþingi lög um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismenn og hæstaréttadómara. Síðan hefur ríkt eins konar kjöraðall í þessu landi. Það er þessi kjöraðall, sem ætlar okkur hinum að ganga að kjörkössunum nú í vor og velja úr herlegheitunum.
Sumir þeirra þingmanna, sem greiddu eftirlaunafrumvarpinu atkvæði sitt, eru ýmist hættir á þingi eða munu hætta eftir næstu kosningar. Þeir geta þá væntanlega notið þeirra úrvals eftirlauna, sem þeim skömmtuðu sjálfum sér, en telja þjóðinni of góð. Til þess að fólk átti sig á því, hverjir þarna stóðu að verki, skal hér birtur listi yfir það, hvernig atkvæði féllu.
Fylgjandi eftirlaunafrumvarpinu voru:
Árni Magnússon, Árni M. Mathiesen, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Björn Bjarnason, Dagný Jónsdóttir, Davíð Oddsson, Einar Oddur Kristjánsson, Geir H. Haarde, Guðjón Hjörleifsson, Guðjón Ólafur Jónsson, Guðmundur Hallvarðsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Guðni Ágústsson, Halldór Blöndal, Hjálmar Árnason, Jón Kristjánsson, Jónína Bjartmarz, Kjartan Ólafsson, Kristinn H. Gunnarsson, Magnús Stefánsson, Páll Magnússon, Pétur H. Blöndal, Sigríður A. Þórðardóttir, Sigurður Kári Kristjánsson, Sigurrós Þorgrímsdóttir, Sólveig Pétursdóttir, Sturla Böðvarsson, Tómas Ingi Olrich og Valgerður Sverrisdóttir.
Eftirtaldir þingmenn sátu hjá í atkvæðagreiðslunni: (Munið, að þögn er sama og samþykki)
Ásgeir Friðgeirsson, Björgvin G. Sigurðsson, Bryndís Hlöðversdóttir, Einar Már Sigurðarson, Guðrún Ögmundsdóttir, Jóhann Ársælsson, Jón Gunnarsson, Kristján L. Möller, Margrét Frímannsdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir og Þuríður Backmann.
Eftirtaldir þingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu:
Anna Kristín Gunnarsdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Grétar Mar Jónsson, Gunnar Örlygsson, Helgi Hjörvar, Hlynur Hallsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Bjarnason, Katrín Júlíusdóttir, Mörður Árnason, Sigurjón Þórðarson, Steinunn K. Pétursdóttir og Ögmundur Jónasson.
Í leyfi voru:
Birkir J. Jónsson, Drífa Hjartardóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Birgisson, Kollbrún Halldórsdóttir, Lúðvík Bergvinsson, Össur Skarphéðinsson.
Fjarstaddur:
Einar K. Guðfinnsson.
Flutningsmenn frumvarpsins komu úr öllum flokkum. Þeir voru:
1. Halldór Blöndal, Sjálfstæðisflokki
2. Guðmundur Árni Stefánsson, Samfylkingunni
3. Jónína Bjartmarz, Framsóknarflokki
4. Þuríður Backman, Vinstri grænum,
5. Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokknum
Eftirtektarvert er að nafn Steingríms J. Sigfússonar formanns Vinstri grænna er hvergi að finna á þessum lista. Talið er, að hann hafi verið að ræða við freistarann upp til fjalla.
Ég hvet kjósendur til að kanna, hverjir ofannefndra séu í framboði í vor, og hvernig þeir höguðu atkvæði sínu í þessu máli. Látum þá njóta eftirlaunanna, sem eftir þeim kölluði; án tafar.
Lesið þetta makalausa frumvarp hér .
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:01 | Facebook
Athugasemdir
Hér er um afar holla og nauðsynlega upprifjun að ræða og full ástæða til að hvetja fólk, ens og höfundur gerir, til að hnippa í sitt fólk með spurningum þ.e. þá sem ekki kjósa bara eins og ættingjar hafa gert frá örófi.......
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.3.2007 kl. 17:46
Pjetur þú hefur sennilega óþarflega gott minni held ég að sumir munu segja.
þarfur pistill og helst vildi ég fá að "stela" honum og setja á bloggið mitt....en það er önnur saga
ps ertu farinn að snúa krossinum "rétt"?
Sverrir Einarsson, 28.3.2007 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.