Útigangsfólk verðskuldar hjálp og það tafarlaust

Ég er svo aldeilis hlessa.  Það var víst verið að halda ráðstefnu í Reykjavík um það, hvað gera ætti varðandi, að sögn allt að því sextíu útigangsmenn í borginni.  Hér er um að ræða geðsjúklinga, drykkjumenn og dópista af báðum kynjum. Svo sannarlega okkar minnstu bræður og systur. Til hvers að halda ráðstefnu, eru ekki til smíðatól í borginni?  Eða vantar byggingarefni?

Pólitíkusar, hættið þessu argaþrasi, brettið upp ermarnar og hefjist handa!  Það er fullt af góðu fólki tilbúið til aðstoðar.  Hafið þið einhvern tíma heyrt um sjómenn, sem koma að skipbrotsmönnum í neyð, og halda ráðstefnu um, hvað gera skuli?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Það er þjóðfélaginu til háborinnar skammar að til sé útigangsfólk. Og ágæt samlíkingin við skipbrotsmenn.

Kynntist þessu fyrst hér í USA fyrir mörgum árum og fer framhjá nokkrum svona sofandi úti á götu á leið í vinnuna.

Það skyldi þó ekki vera að möskvastærð samfélagsins sé að víkka?

Ólafur Þórðarson, 24.3.2007 kl. 03:24

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Útigangsfólk verður örugglega alltaf til en að þýðir ekki að við ættum ekki að hafa til fyrir þau húsaskjól og mat. Segi það nú með þér...HVERNIG væri nú bara að gera hæutina í staðinn fyrir að tala endalaust um þá? Verðum við ekki að fara að kjóa almennilegt framkvæmdafólk til starfa!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.3.2007 kl. 13:08

3 identicon

Það var nú meiri rausnin að opna 10. rúm fyrir 60. notendur, semsagt þeir eða þær fá bara þak yfir höfuðið 6.hverja nótt, enn hvað með hinar næturnar???  hvernig væri nú einusinni að hjálpa þeim sem minnst meiga sín af einhverri alvöru???? ekki bara einhverjar eingangs lausnir rétt fyrir kosningar??? það skiptir ekki máli hver fær HEIÐURINN, svo lengi sem verkið er unnið gott fólk. móðir fíkils.

hrefna gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband