21.3.2007 | 13:12
Ístrubelgir og drykkjurútar á vinnumarkaði
Ekki lýgur Mogginn og nú hefur hann staðfest það á forsíðunni í dag, með viðtali við heilsuhagfræðing, (en það þykir mér merkilegt orð og fjarskalega hagsældarlegt), að auðveldara sé fyrir drykkjurúta að fá vinnu, heldur en fyrir holdugar konur.
Það kemur mér í sjálfu sér ekki á óvart, að drykkjusjúklingar geti fengið vinnu og tollað í henni; það er hluti af leikarahæfni þeirra. En satt best að segja, skil ég þetta ekki alveg með þybbnu konurnar. Er eitthvað verra, að afgreiðslukona í fataverslun sé þéttholda? Og ef maður nú þarf að leita læknis; sakar það að hann reynist digur kona? Er ef til vill skárra, að í hvíta sloppnum leynist timbraður karlmaður?
Spyr sá, sem ekki veit.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.