Smekkagjöf í Grafarvogskirkju

Eins og fram kemur í Blaðinu í dag, er farið að afhenda foreldrum skírnarbarna smekk með áletraðri bæn að gjöf frá tryggingafélaginu VÍS og fylgir með auglýsingapési um barnastóla í bifreiðar, en einmitt slíka stóla, selur tryggingarfélagið.

Nú ætla ég ekki að fella þann dóm, að Grafarvogskirkja hafi verið gerð að ræningjabæli (sbr. Lúk. 19; 45 og 46) enda þótt tryggingarfélag afhendi foreldrum nýskírðara barna smekk með bæn á og láti fylgja með auglýsingabækling um vöru, sem það selur.  En væri nokkuð úr vegi, að sá prestur, sem fyrir þessu stendur, leiddi að því hugann, hvers vegna Jesú velti um söluborðum prangaranna í helgidóminum.  Ef til vill áleit hann þá ekki alla beinlínis ræningja, þótt hann notaði það orð um þá.  Er ekki hugsanlegt, að hann hafi einfaldlega verið að benda á það, að ekki yrði tveimur herrum þjónað, þ.e.a.s. Drottni og Mammon?

Sölumennska getur tæpast talist synd sé hún innan eðlilegra marka, en hugsi menn málið til enda hlýtur þeim að verða ljóst að hún fer ekki vel saman við sakramenti kirkjunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband