Listvinafélag Hveragerðis

Í morgun sat ég skemmtilegan fund í safnaðarheimili Hveragerðiskirkju.  Þar var verið að stofna félag, sem ákveðið var, að nefnast skyldi Listvinafélag Hveragerðis.  Megin tilgangur þess er, að beita sér fyrir stofnun safns um gömlu Hveragerðisskáldin, sem hér bjuggu um miðja síðustu öld.  Hugmyndin er sú, að fá til afnota lítið íbúðarhús og koma þar fyrir bókum Hveragerðisskáldanna, svo og munum úr eigu þeirra.  Einnig væri gaman að hafa þarna myndir eftir Höskuld Björnsson og aðra myndlistamenn, sem hér bjuggu.  Þetta gæti svo verið til sýnis almenningi.  Þá er ætlunin, að nýta veturna til kynningar á gömlu Hveragerðisskáldunum og verkum þeirra, bæði í skólum og víðar. 

Fundarmenn í morgun voru yfir tuttugu talsins og var mikill hugur í mannskapnum.  Þeir sem gerast félagar næstu tvo mánuðina teljast stofnfélagar.  Ef þið viljið fá nánaru upplýsingar, getið þið sent mér tölvupóst.  Póstfangið er: phl@simnet.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband