Er til ófrjálst vinnuafl á Íslandi?

Á íslenskum atvinnumarkaði er farinn að ríkja sá siður, að sýna aðkomumönnum misjafna gestrisni, eftir því hvaðan þá ber að garði.  Komi þeir frá evrópska efnahagssvæðinu, eru þeir hjartanlega velkomnir og er t.d. ekkert verið að amast við þeim á vinnumarkaði.  En beri þá hingað frá fjarlægari löndum versnar í því.

Þannig fá þeir, sem hingað koma til vinnu og ekki eru frá löndum innan evrópska efnahagssvæðisins, ekki atvinnuleyfi, heldur er það bundið við þá, sem ráða þá til starfa.  Segjum t.d. að hingað komi Japani til að vinna í fiski.  Þá er það viðkomandi fiskvinnslufyrirtæki, sem fær atvinnuleyfi fyrir hann og leyfið er bundið við vinnu hjá þessu fyrirtæki.  Það er eins gott fyrir manninn, að lenda ekki í ónáð hjá versktjóranum.

Sú spurning hlýtur að vakna, hvort þetta fyrirkomulag jaðri við notkun á ófrjálsu vinnuafli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er bara hægt að lýsa þessu á einn hátt þetta er nútíma þrælahald og okkur sem þjóð til háborinnar skammar!

Jón Kristján Johnsen (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 20:24

2 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Ekki nokkur vafi í mínum huga, gert til að einhverjir hagsmunaaðilar geti notfært sér þetta fólk. Sammála Jóni kristjáni -- til háborinnar skammar!

Vilborg Eggertsdóttir, 12.3.2007 kl. 23:01

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Sæll Pjetur, jú þetta er satt og rétt þetta er nútíma þrælahald því auðvitað fer þetta fólk ekki fram á sömu réttindi og við hin þó þau eigi þau réttindi alveg skilin af ótta við að missa vinnuna og því landvistarleyfið og atvinnuleyfið og þurfa að hrökklast heim í eymdina sem það kom úr fyrir þær sakir einar t.d. að fá matartíma og kaffitíma já eða þá það að vera í vinnu frá því það byrjar á morgnana þar til það hættir á kvöldin þó það vinni víðsvegar um borgina og þurfi ekki að ferðast á milli í eigin tíma...ekki myndi ég láta bjóða mér það að þurfa að ferðast á milli vinnustaða hjá sama vinnuveitenda i mínum frítíma....nei held ekki.

Ps gaman að rekast á þig eftir öll þessi ár.

pss fer þér ekki betur að vera með sítt hár.

Sverrir Einarsson, 13.3.2007 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband