Er kvótakerfið æðra boragarlegu lýðræði?

Í Fréttablaðinu í dag er haft orðrétt eftir Geir Haarde forsætisráðherra í sambandi við breytingartillögu stjórnarflokkanna á stjórnarskránni:  „Þetta hefur táknræna þýðingu, en ekki það að það breyti núverandi skipan mála, hvorki varðandi það að hægt sé að kippa grundvellinum undan atvinnugreinum, né að atvinnugreinar geti aukið sinn eignarétt frá því sem nú er.  Eignarétturinn sé óbeinn og verði það áfram." Tilvitnun lýkur.

Merkir þetta, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi látið Framsóknarflokkinn teyma sig út í það, að breyta grundvallarhugsun vestrænna lýðræðisþjóða varðandi hugtakið stjórnarskrá?  Íslenska stjórnarskráin er sniðin að þeirri dönsku.  Á danskri tungu er orðið „grundlov" notað yfir það, sem við köllum stjórnarskrá.  Það er því ljóst, að stjórnarskrá er grundvöllur allrar lagasetningar.  Með slík grundvallaratriði geta menn ekki leikið sér, eins þótt sá leikur geti framlengt líf ríkisstjórnar um nokkrar vikur fram að kosningum.

Sjórnarskrár eru afsprengi lýðræðishugsjóna borgarastéttar 18. og 19. aldar.  Þeim er ætlað að setja stjórnvöldum ákveðnar og ljósar skorður gagnvart almenningi.  Þess vegna verður hvert einasta ákvæði þeirra að vera hafið yfir allan vafa. 

Ber að skilja þessa loðnu breytingartillögu á stjórnarskránni svo, að umdeilanlegur nýtingarréttur einstaklinga og fyrirtækja þeirra, sé tekinn fram yfir grundvallar hugsun boragarlegs lýðræðis?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður að athugast í þessu samhengi að borgaralegt lýðræði er á undanhaldi á Íslandi og auðræði er að taka við

Erlingur (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 15:16

2 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Mikið rétt, en hvernig ber að bregðast við því?

Pjetur Hafstein Lárusson, 9.3.2007 kl. 16:58

3 identicon

Ef almenningur er á móti þessum gjörning fellir hann ríkisstjórnina og nýr meirihluti þarf þá að gera betur.

klakinn (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 18:42

4 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

En þjóðin sjálf, er hún ekki á kafi í Mommonsdýrkun?

Pjetur Hafstein Lárusson, 9.3.2007 kl. 19:19

5 identicon

Þetta er spurning um tvennt: Að setja marklaus ákvæði í stjórnarskrá og svo bara selja atkvæðið sitt nógu andskoti dýrt.

Erlingur Brynjolfsson (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 19:49

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góð og stórnauðsynleg spurning í þessu sambandi.

Nákvæmlega þessarar spurningar sem þú hér nefnir Pétur þurfa menn að spyrja sig.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.3.2007 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband