Þetta getur ekki verið satt!

Það ætla ég rétt að vona, að ég hafi ekki verið með ráði og rænu, þegar ég horfði á sjónvarpsfréttir áðan.  Ef svo er, þá hafa fornleifafræðingar komið niður á hellulagðan stíg frá upphafi landnáms á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu, tekið hann upp og ætla sér að raða hellunum annars staðar, sennilega á Árbæjarsafninu.  Að sögn fornleifafræðins, sem rætt var við (hafi ég verið með sjálfum mér) verður svo hægt að sjá þessar elstu mannvistarleifar á Íslandi í margmiðlunarformi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Út um stéttir... 

Snauð er vor menning. Greinilegt er að það sem úr tölvum kemur, kallað margmiðlun, er auðvitað miklu betra en gamlar hellur.

Auðvitað ætti þetta vera til sýnis í kjallara undir byggingum sem þarna á að reisa til að minna menn á undirstöður þess þjóðfélags sem nú er verið að plata inn í hámenninguna ESB veldisins.

FORNLEIFUR, 14.9.2012 kl. 08:25

2 identicon

Já, þetta er furðuleg frétt.

Ég held reyndar að þarna sé verið að fela eitthvað. Það var árið 2007 sem ákveðið var að byggja þarna stærðar skrifstofubyggingu fyrir alþingi og fornleifagröfturinn boðið út(!) í apríl árið eftir.
Viðkomandi fornleifafræðingar hafa því haft fjögur ár til að finna stíginn en fundu hann fyrst núna!
Eigum við að trúa þessu?
Annað hvort var hann löngu fundinn en uppgötvunin falin til að það þyrfti ekki að byggja yfir fyrirbærið, eða þá að fornleifafræðingarnir hafa ekki verið starfi sínu vaxnir.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 11:58

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Álfadrottningin Ingadóttir hefur talað hátt og mikið um mikilvægi einhverskonar verndar á þessum forleifafundi.

Hún er núna um það bil valdamesti þingmaður á Íslandi, enda aðalpersónan í búsáhaldabyltingunni ESB-stýrðu og undir-borðið-borguðu.

Raunveruleg verndun menningarminja virðist ekki vera Álfadrottningarinnar Ingadóttur raunverulega áhugamál, enda er konan alveg sálar-ofurseld til siðblindu-stjórnsýslunnar, sem á hátíðar og tyllidögum er kölluð EES-ESB-"friðar-menningar-samband"!

Þeir veljast til svikaverkanna, sem eru nógu siðblindir og samviskulausir, og sjá ekkert athugavert við að trampa á réttindum almennings og kjósenda í "lýðræðisríki"

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.9.2012 kl. 20:00

4 identicon

Já, ég tek undir það, eitthvað er gruggugt með þátt fornleifafræðinganna. Menn finna smáhluti eins og mynt, skartgripi o.s.frv.. Hvernig gátu þessar hellur dulist þeim öll þessi ár. Og hví þegir stéttin?

Pjetur Hafstein Lárusson (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 06:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband