3.2.2012 | 16:43
Ja.is/Samtök kvenna í atvinnurekstri, eggjaskurn án innihalds
Hefur þjóðin ekkert lært af hruninu? Þessi spurning vaknar óneitanlega, þegar Félag kvenna í atvinnurekstri sér ástæðu til að verðlauna Ja.is, skömmu eftir að það fyrirtæki rak 19 manns, þar af 18 konur úr starfi norður á Akureyri, fyrir nú utan svipuð afrek" á Ísafirði og Egilsstöðum.
Vissulega er Ja.is stjórnað af konum. En er sérstök ástæða til að verðlauna fyrirtæki, sem gerir konur atvinnulausar, eins þótt því sé stjórnað af konum. Og það af Félagi kvenna í atvinnurekstri?
Ofan á þessi tilþrif fyrirtækisins bætis svo símaskráinn 2011. Þar er nokkrum litlum myndum af ungum konum á sundbolum og í ýmsum stellingum raðað kringum stóra mynd af tölvulöguðum staðalbúk umbúðaþjóðfélagsins.
Hvað skyldi það annars vera, sem kallað er umbúðaþjóðfélag"? Jú, það er sú tegund þjóðfélags, þar sem umbúðirnar skipta öllu en innihaldið engu. Í slíku þjóðfélagi kaupir fólk eggjaskurn, sem hvítan og rauðan hafa verið blásin úr. Annað heiti á eggjaskurn í þessu samhengi er ímynd".
Með því að verðlauna Ja.is hefur Félag kvenna í atvinnurekstri sýnt, að það er sama eðlis og Ja.is; eggjaskurn án innihalds.
Lára Hanna Einarsdóttir hefur sent frá sér frábært efni um þetta fyrirbæri á Eyjunni.is. sem sjá má hér hér
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessar glansgellur ættu auðvitað að skammast sín og skila þessum verðlaunum. Og félag kvenna í atvinnurekstri ætti að biðja þjóðina og þá sérstaklega kvenþjóðina afsökunar. En þetta eru allt konur í Reykjavík sem þarna eru að klappa hvor annarri, og í þeirra huga er auðvitað sérstaklega hrósvert að geta lagt niður störf á landsbyggðinni og flutt þau suður.
Þórir Kjartansson, 3.2.2012 kl. 17:56
Já gott hjá þér að vekja máls á þessu regin hneyksli !
Þetta er enn eitt dæmið um snobb og hégóma hátt þessara yfirstéttar kvenna í höfuðborginni, sem líta einungis á réttindarbaráttu kvenna sem eitthvert kapphlaup kynjanna og akademískra háskóla broddborgara sem það eina sem skipti máli í jafnréttinu !
Svei þessu hyppókrata hyski !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 3.2.2012 kl. 18:08
Innilega sammála því sem hér stendur.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 4.2.2012 kl. 00:46
Forréttindafeminístar úr 101 Reykjavík.
Dexter Morgan, 4.2.2012 kl. 01:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.