Dagur ķslenskrar tungu

Dagurinn ķ dag, 16. nóvember, fęšingardagur Jónasar Hallgrķmssonar,  er helgašur ķslenskri tungu.  Aš žvķ tilefni ręddi Rķkisśtvarpiš Rįs 2, viš Önnu Žorbjörgu Ingólfsdóttur lektor ķ ķslensku viš Hįskóla Ķslands, nś ķ morgun.  Žar kom fram, aš staša ķslenskrar tungu innan kennaradeildar Hįskólans er slęm og įhugi yfirstjórnar Menntavķsindasvišs į móšurmįlinu takmarkašur.  (Raunar nęgir žaš eitt, aš stofnun skuli bera ónefni eins og "Menntavķsindasviš", hverjum manni meš grunnžekkingu į ķslensku, til aš staldra viš.  "Vķsindin efla alla dįš", kvaš Jónas foršum og uršu žau orš fleyg.  Hvaš ef hann hefši sagt: "Menntavķsindin efla alla dįš"?)

Sannleikurinn er sį, aš fęrni ķ móšurmįlinu er grunnur allrar menntunar.  Hver sį, sem ekki hefur góšan skilning į móšurmįli sķnu og getur tjįš sig į žvķ į sómasamlegan hįtt, er illa menntašur, burt séš frį žvķ, hvaša prófgrįšum hann getur stįtaš sig af.  Og illa menntašur mašur meš prófgrįšur er hęttulegur, bęši sjįlfum sér og öšrum.  Honum hęttir til, aš belgja sig śt umfram brjóstmįl.  Slķkt hįttarlag getur aš sönnu veriš spaugilegt įsżndum, en reynslan sżnir, aš til lengdar hefur žaš ósjaldan haft ķ för meš sér ógnvęnlegar afleišingar.

Til er žżskt oršatiltęki, er hljómar svo: "Svķn fór yfir Rķn og kom aftur svķn".  Męttu żmsir hugleiša žessi orš ķ góšu tómi.

Sjįlft lżšręšiš byggir į tjįskiptum.  Fęrni kennara ķ móšurmįli sķnu er žvķ ekki ašeins forsenda žess, aš žeir geti kennt nemendum lestur og leitt žį sómasamlega um heim bókmennta.  Hśn er beinlķnis undirstaša žess, įsamt sögužekkingu, aš komandi kynslóšir séu žess umkomnar, aš žróa lżšręšislegt samfélag ķ landinu.

 

 

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband