14.11.2011 | 23:06
Hvers á Miðbærinn að gjalda?
Það er búið að rústa norðurströnd Reykjavíkur frá Kirkjusandi í austri og að gömlu höfninni í vestri, með ömurlega ljótum íbúðarblokkum og skriffinnabáknum. Seinasta skemmdarverkið á þessu svæði er Harpan, sem rís eins og illa brenndur jaxl upp úr hafnarkjaftinum í gömlu höfninni.
En ýmsum finnst ekki nóg að gert. Nú vilja slíkir menn reisa spítalabákn á við fjórar Smáralyndir kringum gamla Landspítalann. Þar með yrði Miðbærinn umkringdur ömurlegum ljótleika á tvo vegu. Skyldu þeir ekki snúa sér næst að því að klastra upp Berlínarmúrum í Norðurmýrinni og Vesturbænum?
Hvers á gamli Miðbærinn eiginlega að gjalda; hefur hann gert þessum árásarher á fagurt og mennst umhverfi eitthvað til miska?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Frá Kirkjusandi ? Þú mátt fara lengra í austur . C.a 1970 voru reista skemmur við Vatnagarða meðfram Sæbraut.Þessar skemmur gátu verið hvar sem er ,niðurgrafnar þess vegna.
Viðeyjarsund , var skermað frá borgarbúm að mestu.
Hörður Halldórsson, 15.11.2011 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.