Baunagrasið á Grímstöðum á Fjöllum

Jæja, þá eru "greiningardeildir" bankanna aftur komnar á stjá og boða himnaríkissælu Mammons, rétt eins og þær gerðu fyrir hrun.  Allir vita hvað þar lá að baki, enda hafa bankarnir hag af efnahagsþenslu umfram þörf og getu þjóðarinnar, að vísu aðeins til skamms tíma, en hver hugsar út í það?  Og það merkilega er, að fjölmiðlarnir kyrja enn falsboðskap bankanna.  Þeir hafa sýnilega ekkert lært.

Nýjasti boðskapur Mammonsþrælanna kemur frá "greiningardeild" Arionbanka.  Þar á bæ telja menn sig hafa fundið út, að leið Íslendinga til eilífðarsælunnar liggi gegnum Grímstaði á Fjöllum, hvar ónefndur Kínverji hyggst rækta baunagras, sem vaxa muni til himna.

Trúi hver sem trúa vill!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband