10.11.2011 | 10:12
Norræn velferðarstjórn?
Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð, veifuðu forystumenn hennar merkjum norrænnar velferðarstjórnar. Því miður er sífellt að koma betur í ljós, að þar var talið betra að veifa röngu tré en öngvu. Á sama tíma og hverri heilbrigðisstofnunni á fætur annarri er gert að skera niður inn að beini, eða þær eru beinlínis lagðar niður, lætur ríkisstjórnin sér sæma, að ausa enn tæpum milljarði króna í Hörpuna. Þetta gerir hún í félagi við borgarstjórn Reykjavíkur, sem eins og menn vita starfar á ábyrgð Samfykingarinnar. Er þá alls búið að kasta tæpum 30 milljörum í þetta tákn sýndarveruleikans.
Eins og Hjálmar H. Ragnars, rektor Listaháskólans hefur bent á, er Harpan víðsfjarri þeim hugmyndum, sem félag um byggingu tónlistahúss lagði á sínum tíma fram. Harpan er því ekki til marks um framsækið listalíf; hún er tákn þjóðlegrar íslenskrar minnimáttarkenndar og þeirrar yfirborðsmennsku, sem henni fylgir.
Væri nú ekki ráð, að forystumenn ríkisstjórnarflokkanna færu að huga að norrænni velferðarstefnu?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér . Ættum að einbeita okkur að innihaldi frekar en umbúðum.Gildir um menningu , sjúkrahús og skóla einnig kirkjur.Hús eru vissulega mikilvæg en ekki aðal atriði.
Heldur starfsemin sjálf.Peningarnir sem fóru í Hörpuna hefðu getað borgað fyrir tónlistar ,leiklistar eða myndlistarnám fyrir alla grunnskólakrakka . Með myndarlegri hætti en gert er.
Svipað um hátæknisjúkrahúsið.Hlúa frekar að spítalanum sem fyrir er en að byggja gímald..
Hörður Halldórsson, 10.11.2011 kl. 20:40
Sko það er gott að hafa Hörpuna þarna þegar kemur því að smala klíkufólkinu saman til útflutnings, þið vitið, bara brú úr helv. Hörpunni út í flutningaskip og burt með skítinn endanlega. Dásamlegt hús til þess.
Eyjólfur Jónsson, 10.11.2011 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.