Skólar og trú

Nýleg könnun, sem birt var í Ríkisútvarpinu (sjónvarpi) nú í kvöld, sýnir, að álíka margir Reykvíkingar eru með og á móti banni borgaryfirvalda við starfsemi trúfélaga í skólum. 

Athyglisvert er, að könnunin leiðir í ljós, að ánægjan með bannið vex í hlutfalli við aukna skólagöngu aðspurðra.  Nú hefði ég haldið, að trúarlíf væri snar þáttur í menningu hverrar þjóðar.  Því vaknar sú spurning, hvort gjá sé að myndast milli menntunar og menningar í víðum skilningi síðara orðsins.

Vissulega er kristnifræðikennsla viðkvæmt mál og ekki sama hvernig að henni er staðið.  Það breytir ekki því, að kristin trú er einn af hornsteinum íslenskrar menningar.  Þrátt fyrir þetta hliðra ýmsir kennarar sér hjá kristinfræðikennslu í grunnskólum.  Fyrir vikið er hætt við því, að kennsla í Íslandssögu og sögu Vesturlanda brenglist.

Og hvað um önnur trúarsamfélög en kristin?  Getur þekking, t.d. á islamstrú skaðað skólabörn?

Spyr sá, sem ekki veit.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hornsteinn smornsteinn. Það helst í hendur, menntun og minnkandi hjátrú.

Menn þurfa ekki að mennta sig mikið til að sjá þá staðreynd að trúarbrögð eru hreinasta vitleysa; Það er ekkert á bakvið þau nema pólitík fornmanna.

Að koma með kristnifræði inn í skóla er eins og að taka sjálfstæðisflokkinn inn í kennslustund eftir að DO er dauður; Segja krökkunum það að aðeins með því að kjósa sjálfstæðisflokk og dýrka DO sé hægt að bjarga íslandi; Þeir sem kjósi sjálfstæðisflokkinn fái aðstoð að handan frá honum DO, svo þegar börnin deyja þá fá þau sem kusu DO að fara til Sjálfstæðishimnaríkis DO, þeir sem ekki kjósa krossD, þeir verða brenndir að eilífu.

Really, face it.

DoctorE (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 14:44

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það er sama hvað brenglaðar skoðanir skapast af mentun á einhverju einu sviði- ca. ca - lögfræði- stjórnmálafrr .e.tc. öll samfélög hafa haft trú á eitthvað.

  Tyrú skapar vissa samstöðu- hjálpsemi- trú á að dauðinn se ekki dauði- trúlaus maður er ekki líklegur til að hafa samúð með náunganum- eða hafa savisku- til hvers I Láta gott af ser leiða ? til hvers  engin laun í boði ?

 Trúleysi skapar glundroða- fordóma- og sjálfsdyrkun- sem mun dvína þegar líður að lokum lífsins.

 Doktor E ! eg vorkenni þer og þínum likum.

Erla Magna Alexandersdóttir, 28.10.2011 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband