10.2.2007 | 17:02
Um vistheimili fyrr og nś
Enn berast okkur dapurlegar fréttir af misbeitingu valds gegn varnarlausu fólki oftast ungmennum ķ samélagi okkar, bęši fyrr og nś. Sumt vissum viš žó fyrir. Saga Bjargs, vistheimilis fyrir stślkur, sem Hjįlpręšisherinn rak vestur į Seltjarnarnesi į sjöunda įratug sķšustu aldar, er mörgum enn ķ fersku minni. Og vitanlega hafa ķ gegnum tķšina komiš fram żmsar upplżsingar um vistheimiliš ķ Breišavķk, sem viš kusum aš vķkja til hlišar. Og žį mį ekki gleyma Byrginu.
Fyrir nokkrum įrum var sżndur žįttur ķ rķkissjónvarpinu frį starfsemi Byrgisins. Žar var m.a. sżnt hvernig vistmönnum var rašaš upp į einhvers konar trśarofstękissamkomu", sem lauk meš žvķ, aš forstöšumašurinn gekk į röšina, og lagši hendur į enni vistmanna, sem meš žaš sama hśrrušu nišur eins og skotnir hundar. Óneitanlega vakti žetta grunsemdir um skuggalegt trśarofstęki. Kynni nś einhver aš ętla, aš žarna hefši veriš gripiš ķ taumana. En nei, ekki varš sś raunin. Yfirvöldum, sem og öšrum, virtist standa į sama, žótt forstöšumašurinn léki Guš almįttugan gagnvart varnarlausu fólki.
Nś hins vegar žegar Byrgiš er aftur er komiš til umręšu viršist rannsóknin aš mestu beinast aš meintri fjįrmįlaóreišu. Litlu viršist skipta, žótt gešlęknir varaši yfirvöld viš kynferšislegri misnotkun į vistkonum ķ Byrginu. Upplżsingum žar aš lśtandi var einfaldlega stungiš undir stól. Rekstri Byrgisins var fremur lķkt viš ljśfa tónlist (eša eitthvaš ķ žeim dśr) af žįverandi ašstošarmanni félagsmįlarįšherra og nśverandi formanni fjįrlaganefndar.
En hvaš um žaš. Eitt er nokkuš athyglisvert ķ sambandi viš žessar žrjįr stofnanir; Breišavķk, Bjarg og Byrgiš, en žaš er trśaržįtturinn. Breišavķk var rķkisstofnun įn trśarlegrar hugmyndafręši, Bjarg var rekiš af Hjįlpręšishernum, og žį vęntanlega meš hlišsjón af trśarhugmyndum žeirra, sem žar réšu hśsum. Byrgir var svo rekiš af manni, sem viršist hafa įtt heldur erfitt meš aš ašgreina eigin persónu frį sjįlfu almęttinu. Fólk talar mikiš um rekstur trśfélags į Byrginu. En ég spyr; hvaša trśfélag var žaš? Getur einn mašur talist trśfélag?
Nišurstašan hlżtur aš vera žessi: Žaš er alveg sama, hvort menn eru trśašir og žį į hvaš žeir trśa, eša trślausir, eša eitthvaš žar į milli, žaš veršur aš vera strangt opinbert eftirlit meš stofnunum, sem taka aš sér umönnum, žeirra, sem minna mega sķn. Žetta į ekki ašeins viš um vķmuefnaneytendur eša börn, sem koma frį erfišum heimilum, heldur einnig um allar slķkar stofnanir. En grundvallaratrišiš er hugarfar žeirra einstaklinga, sem meš žetta opinbera eftirlit fara, ekki stofnanastimplar eša titlatog.
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.