4.10.2011 | 12:14
Steingrímur kaupir ríkisstjórninni atkvæði
Skipan Páls Magnússonar í forstjórastöðu Bankasýslu ríkisins hefur að vonum vakið hörð viðbrögð. Piltur þessi var sem kunnugt er vikadrengur Valgerðar Sverrisdóttur, þáverandi viðskiptaráðherra, þegar stærsta bankarán Íslandssögunnar og þótt víðar væri leitað, einkavinavæðing ríkisbankanna fór fram.
Athyglisvert er, að Bankasýsla ríkisins heyrir undir fjármálaráðherra, Steingrím J. Sigfússon. Umrædda stöðuveitingu verður því að skoða í ljósi þess, að heldur hefur molnað úr þingliði stjórnarflokkanna undanfarið. Hér virðist því vera um einföld hrossakaup að ræða; maddama Framsókn fær forstjórasól í Bankasýslu ríkisins, gegn því að tryggja stöðu ríkisstjórnarinnar á þingi.
Menn geta svo velt því fyrir sér, hvernig þetta samrýmist þeirri klassísku norrænu velferðar- og jafnaðarstefnu, sem heilög Jóhanna og Steingrímur boðuðu við myndun ríkisstjórnarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Haldi Steingrímur að hann geti tryggt sér völd með því að koma að mönnum sem tengdust Framsóknarmaddömunni á einhvern hátt, er hann ekki að ná raunveruleikanum.
Maddaman hefur verið útskúfuð úr flokknum með öllu sínu hyski. Það eina sem sameinar hana við núverandi Framsóknarflokk er nafnið.
Líklegri skýring á þessari ráðningu er að Steingrímur sé orðinn uppiskroppa með stuðnigsfólk í ábyrgðarstöður og því orðið að leyta út fyrir flokkinn. Þá er auvitað best að leyta til þeirra sem ekki eiga í nein hús að venda á pólitíska sviðinu í þeirri von að viðkomandi muni fylgja honum að máli.
Það fer því vel á því að Steingrímur, sem er nú orðið þekktstur fyrir svik við sína kjósendur, leiti uppi mann sem var nærri þeim sem þekktastur var á því sviði, Finns Ingólfssonar.
Gunnar Heiðarsson, 4.10.2011 kl. 21:22
Sammála þér að öllu leiti.
Jóhanna (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.