24.9.2011 | 20:13
Kínverskur viðskiptaleppur
Undarlegt er það með Íslendinga, hvað þeir eiga auðveldara með að trúa, en að hugsa. Nýjasta dæmi þessa, er að maður einn austan úr Kína hefur knúið hér dyra og vill ólmur kaupa Grímstaði á Fjöllum fyrir milljarð króna. Ef marka má gamlan skólafélaga hans, eiginmann fyrrverandi utanríkisráðherra, er maðurinn með þessu að þakka fyrir lopapeysu, sem hann þáði að gjöf fyrir margt löngu í Kína.
Kínverji þessi birtist í erlendum fjölmiðlum nú í vikunni, með þær fréttir, að Íslendingar hefðu snúið sér til hans í peningahallæri og beðið hann að bjarga sér um aura. Óvíst, hverjir þar voru á ferð, þótt birst hafi myndir af manninum með þeim mikla og einlæga vini útrásarvíkinga, Ólafi Ragnari Grímssyni.
Nú vill svo til, að í Kína ríkir alræði kommúnista. Umræddur kaupahéðinn er fyrrum embættismaður flokksins og auk þess heiðursmeðlimur hans. Hvað skyldi það nú þýða?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.