15.8.2011 | 20:18
Tónleikar í Selinu á Stokkalæk
Það er ekki á hverjum degi, sem maður fær tækifæri til að hlusta á tónleika tveggja frábærra ungra hljóðfæraleikara. Þetta gerðist þó í Selinu á Stokkalæk á laugardaginn, þar sem þær Jane Ade Sutarjo og Hulda Jónsdóttir léku saman, Jane á píanó en Hulda á fiðlu, auk þess, sem Hulda lék sónötu fyrir einleiksfiðlu.
Ég hef ekki fyrr verið viðstaddur tónleika í Selinu á Stokkalæk. Það verður að segjast eins og er, að hljómburðurinn er með ágætum og ekki spillir fegurð Rangárvalla og fjallasýnin fyrir þrátt fyrir öskufjúk; ósvikið samspil tóna og náttúru.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.